Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 130
Tímarit Máls og menningar
3 André Thérive: La joire littéraire, París, La Table Ronde, 1963, bls. 225.
4 I sömu bók.
6 í sömu bók, bls. 256.
u The English Common Reader, bls. 99-128.
~ Thomas Carlyle: On Heroes, Hero-Worship antl the Heroic in History, London, 1840. V.
fyrirlestur: The Hero as Man oj Letters.
Gísli Olafsson ]>ýddi.
Eftirmáli
Robert Escarpit er kennari við háskólann í Bordeaux; liann er einn af brautryðjendum
þeirrar greinar félagsvísinda (nokkuð umdeildrar) sem kölluðhefur verið „félagsfræði bók-
menntanna" og stýrir rannsóknarstofnun í þeim fræðum. Hann gaf út árið 1965 á vegum
UNESCO bók um bókaútgáfu nú á tímum, La Révolution du Livre sem kom einnig út
á ensku árið eftir (The Book Revolution). Hér að framan er birtur síðasti hluti þeirrar
bókar, þrír kaflar, hinn fyrsti sérstaklega um framtíðarhorfur bókaútgáfu, annar um
dreifingu bóka og hinn þriðji um höfunda og lesendur og sambandið þeirra á milli.
Hin síðustu ár hefur ekki svo lítið verið rætt hér á landi um bókaútgáfu og „vanda“
liennar, en því miður hefur oft virzt svo sem menn hafi rætt þau mál án þekkingar á
undirstöðuatriðum þessarar iðngreinar - af nokkuð svipuðum misskilningi og Diderot
hefur átt við að etja þegar hann skrifaði Bóksölubréf sitt, sem vitnað er í hér að framan.
Nú munu víst fáir vilja neita því að bókaútgáfa á Islandi sé að minnsta kosti nauðsynlegt
böl — nokkrir munu jafnvel telja að hún sé ein af inikilvægum greinum þjóðarbúskapar-
ins, hvað sem „beinharðar tölur“ kunna að segja. Það ætti þá að vera áhugamál bóka-
útgefenda að upplýsa almenning um eðli starfsgreinar sinnar, ástæðan til þess hve lítið
hefur verið gert að því er ef til vill sú, að bókaútgefendur á Islandi eru geysi-ósamstæður
hópur, og með ólíka hagsmuni. Tilgangurinn með birtingu þessara kafla úr bók Es-
carpits er einkum sá að koma á framfæri yfirliti um almenna stöðu bókaútgáfu nú á
tímum, en einnig að gefa mönnurn tækifæri til að hugleiða sérstöðu íslenzkrar bókaút-
gáfu. Þá er þó þess að geta að hin íslenzka sérstaða er ekki nema hálfur sannleikur, og
alloft skálkaskjól; sambærilegir þættir í voru þjóðfélagi og erlendum eru að minnsta
kosti ekki síður mikilvægir en hinir ósambærilegu. Helztu grundvallaratriði um bóka-
útgáfu almennt virðast einnig gilda, að vísu með frávikum, um bókaútgáfu á íslandi.
En auðvitað getur íslenzk bókaútgáfa ekki orðið stóriðnaður með miklu auðmagni, og
„lögmál hinna stóru talna“ sem gildir t. d. í Englandi, Frakklandi og Bandaríkj-
um Norður-Ameríku getur ekki gilt á sama hátt hér. Ef fara ætti út í fleiri atriði í
yfirliti Escarpits, mætti benda á það að verðútreikningur íslenzkra bókaútgefenda mun
að líkinduin ekki ævinlega gerður eftir þeirri aðferð sem þar er sýnd. Enn má benda á
það að ekki er ástæða til að ætla að „ending“ rithöfunda sé enn sem komið er jafn
skömm hér á landi og víða erlendis; þar á móti kemur reyndar að viðurkenningin er
mun seinna á ferðinni. Ýmis fremstu ritverk íslenzkra höfunda síðasta aldarhelming hafa
ekki orðið „sölubækur“ fyrr en tuttugu til þrjátíu ár voru liðin frá frumútgáfu.
S. D.
272