Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 126
Tímarit Máls og menningar
menntalegri hegðun alls almennings, þekkingu sem fengin er innan frá, og
persónulegri reynslu af þeirri hegðun. Sé djúpt tekið í árinni, kemur jafnvel
til álita, hvort gagnrýnandinn sé í raun og veru nauðsynlegur sem milliliður.
I löndum sósíalismans eru samskipti rithöfunda og verkamanna á ýmsum
sviðum kerfisbundið skipulögð, á þann hátt að þeir búa saman í félagi og
vinna saman. Þessi aðferð er án efa árangursrík, en erfitt er að komast af án
skipuleggj anda til að sjá svo um, að aðilar skilji hvorir aðra, hafi sameigin-
legt tungumál. Hér er það ef til vill, sem þörf er á nýjum manni - menningar-
leiðtoga, sem takmarkar sig ekki við hina auðskildu eiginleika myndar og
hljóðs, heldur notfærir sér þá til að takast á hendur það erfiða verk að
skipuleggja samskipti milli fólksins alls og einstaklingsins, með allri þeirri
vitsmunalegu auðmýkt og samvinnuanda, sem til þess þarf.
Gengi fjöldasölubókmennta er undir þvi komið, að slík samskipti takist.
Staðurinn fyrir slík samskipti hlýtur óumflýjanlega að verða fyrir utan svið
bókmenntanna, einmitt vegna þess, að þau verða að ná út fyrir hóp hinna
menntuðu lesenda. Jafnvel þó að langt sé á milli höfundar og lesanda bæði í
líkamlegum og vitsmunalegum skilningi, getur sameiginleg aðild að verka-
lýðsfélagi, stjórnmálasamtökum, trúfélagi eða jafnvel þátttaka í íþróttum,
skapað skilyrði fyrir samskiptinn milli þeirra.
Hér er það sem bókmenntaverðlaun, sem svo oft er ómaklega hnjóðað í,
geta öðlazt nýtt gildi. Slíkar tilraunir ábyrgra aðila til að velja úr æði sundur-
lausu bókaflóði eru gagnlegar og jafnvel mikilvægar í sjálfu sér. Þau kalla
óhj ákvæmilega á akademíu, því að í krafti þeirra lætur valinn hópur mennta-
manna, sem tilheyrir ákveðnum samfélagshópi, skýrt og afdráttarlaust í
ljós hvað fellur í smekk þessa hóps. Þetta kerfi, í ýmsum myndum, reyndist
vel öldum saman, eða allan þann tíma, sem menntamannahópurinn var til-
tölulega lítill og samstæður. Erfiðleikarnir byrjuðu á nítjándu öld, og hafa
farið stöðugt vaxandi fram á þennan dag, þegar nýir samfélagshópar tóku að
hafa áhrif á skoðanamyndun innan bókmenntanna, komu á fót sínum eigin
akademíum, sem settust í dómarasæti. Ein afleiðing þess hve akademíum
fjölgaði er sú ofgnótt bókmenntaverðlauna, sem nú er útdeilt um allar jarðir
og gert hefur val bóka af þessu tagi einskis virði.
En hér kemur til sögunnar enn alvarlegra íhugunarefni. I fámennu menn-
ingarsamfélagi útvalinna er gildismat stöðugt, en þar sem fjöldamenning
ríkir, er það á reiki og í stöðugri endurskoðun, því að það sem inn er að
ræða er öllu fremur lifnaðarhættir en tilvistarhættir. Akademísk úthlutun
bókmenntaverðlauna er, í bókmenntalegum skilningi orðsins, vígsla. Það
268