Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 55
Minningar úr stéttabaráttunni
þó mikil, því þaó þurfti að spara batteríið og oftast ekki hægt að hlusta á
annað en veðurfregnirnar. Einstaka sinnum slæddist þó með setning og setn-
ing framanaf fréttummx. Þannig komst ég að því að Hitler var farinn að
teygj a sig útfyrir landamæri Þýskalands.
Um áramótin 1939-40 kem ég svo suður, beint í atvinnuleysið. Þá um
vorið kemur pabbi mér í vinnumennsku á stærsta bú Iandsins, Korpúlfsstaði.
Ekki aldeilis í kot vísað! Þarna er ég ráðinn uppá 75 krónur á mánuði. En
10. maí komu bretarnir. Þá fór fljótlega að leysast úr þessu atvinnuleysi sem
hafði hrjáð mestallan landslýð árum saman. Gerðust nú margir órólegir á
Korpúlfsstöðum, því það var skiljanlega enginn unaður að hirða beljur
þeirra Thorsaranna og vita af miklu hærra kaupi og meira lífi niðrí bæ. Svo
ég strauk úr vistinni.
Bretarnir völdu sér menn í vinnu niðurvið Þjóðleikhús og fóru mest eftir
stærð. Þetta var mér sagt, svo ég fór í djöfuls mikla klossa með trésólum og
negldi svo bíldekk undir. Það var líka einsog við manninn mælt, ég var með
þeim fyrstu sem valdir voru úr hópnum. Þannig var maður kominn inní
kerfið. Eftir það var bara að láta bílinn taka sig á morgnana.
Ég var lengst af við vegagerð uppvið Álafoss. í flokknum voru þetta frá
15 og uppí 25 manns. Þama fékk ég þann stórskammt af bókmenntapólitík
sem ég hef búið að síðan, og var þó eldci laust við að ég oftæki mig. Þegar
uppí bílinn kom á morgnana var strax tekið að ræða málin. Þegar ég byrj-
aði í hópnum voru í honum tveir borgarasynir úr Menntaskólanum og þótt-
ust vita öðrum mönnum meira. Upp með mikinn moðreyk komust þeir þó
ekki, því þarna voru líka tveir mjög ákveðnir kommúnistar, fullorðnir menn,
ágætlega heima í pólitíkinni, og þá ekki síður bókmenntunum. í marga mán-
uði snérist varla umræðan um annað en Kiljan og bækur hans, hvort þetta
væri tómt klám, danska og skepnuskapur við íslensku þjóðina að lýsa henni
sem glorhungraðri, sístelandi og lúsugri - eða sannur skáldskapur. Og var
mikið rifist. En hvað málflutning snerti, þá skáru kommúnistarnir sig fljótt
úr, höfðu lipurt tungutak og voru litlir æsingamenn. Enda tóku þeir fljótt
menntskælingana alveg frammaf skaftinu, strákagreyin, sem reyndust auð-
vitað ólesnir í Kiljan þegar farið var að kryfja þá. Strákarnir tóku sig þó á
og lásu nokkrar bækur; þannig gátu deilurnar haldið áfram. Þarna kom ég
fyrst fyrir alvöru auga á, hvernig bókmenntir, verkalýðsbarátta og póliták
fléttast saman. Og hvernig bækur verða beinlínis vopn í stéttabaráttunni.
Ef maður getur vitnað í einhverja bók, og það stenst, þá er strax farið að
ræða við mann. En ef maður staðhæfir eitthvað beint um verkalýðsmálin,
197