Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
upp hjá örfáum einstaklingum, en að stuttri stund liÖinni var hún búin að
altaka fjöldann. Krafturinn og viljinn var fyrir hendi. En það vantaði skipu-
lagið. Verkalýðsfélögin og Sósíalistaflokkurinn virðast hafa sofnað á verð-
inum. Úr þeim dettur allt frumkvæði þegar mest ríður á að hafa forystu.
Fjöldinn stendur einn og óskipulagður. Hann er ofurseldur ofbeldi borgara-
stéttarinnar.
Það hefði verið hægur vandi að skipuleggja töku hússins. Og það hefði
verið hægur vandi að taka húsið, hefði takan verið skipulögð. Þegar for-
ystan hregst þeirri skyldu sinni að skipuleggja aðgerðirnar, þá er hún um
leið að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum, að hún ætli að láta glæpinn
viðgangast. Hún ætlar aðgerðunum aldrei neitt annað en að verða mótmæli.
Hún gefst fyrirfram upp.
Þessi sorgarsaga er þó dýrmæt að því leyti, að af henni má læra. í henni
felst eitt höfuðvítið sem varast ber.
Morguninn eftir sagði yfirverkstj órinn á verkstæðinu mér það, að undir-
verkstjórinn hefði komið allur í eggjaslettum og illa útleikinn á verk-
stæðið seinni part dagsins, borið sig illa og sagt að það hefðu menn ætlað
að drepa sig niðurvið Alþingishús. Heldur var hann líka bágur næstu vik-
urnar. Og þá daga hafði ég tækifæri til að virða fyrir mér þetta fyrirbæri
sem ég hafði heyrt svo margar sögur um áður, þ. e. hugleysi hvítliðans.
Sú athugun fæddi ekki af sér neina virðingu fyrir valdi borgarastéttarinnar,
öðru nær: ég sannfærðist betur en áður rnn möguleika okkar til að sigrast
á óvininum.
En nú tók að styttast í veru minni hjá Almenna. Þeir notuðu tækifærið
til að koma mér burtu, þegar yfirverkstj órinn var farinn í sumarfrí. Þessi
maður hafði reynst mér ákaflega vel, verið svo að segja sverð mitt og
skjöldur, enda veitti mér ekki af verndinni. Áðuren hann fór, hafði hann
sett mér fyrir ákveðið verkefni - að gera upp mótor í tíu tonna dráttarbíl.
Sem yfirverkstjóri fyrir verndara minn var settur maður af skrifstofimni.
Sá vissi vel hverskonar maður ég var, og ég vissi líka nákvæmlega hvers-
konar maður hann var: svartasta afturhald og frímúrari að auki. Hann
fann það fljótt út að ég ætti alls ekki að vera í þessu verki, heldur ætti ég að
fara í að gera við bilaða jarðýtu. Ég neitaði því á þeirri forsendu að mér
hefði verið falið að vinna þetta verk. Hann sagði þá að ég gæti hypjað mig
fyrst ég neitaði að hlýðnast yfirmanni. Ég bað hann þá bara að tyggja
sldt í afa sinn og fór hvergi. Hann sótti þá æðsta yfirmann á staðnum,
Gústaf Pálsson, núverandi borgarverkfræðing í Reykjavik, og endurtók sá
208