Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar
lýðsstétt fór að tiltölu fækkandi í flokknum en fólki úr millistétt fjölgandi.
Nýir kraftar komu ekki fram, það var gamla forystan sem réð rikjum og
dómíneraði á öllum fundum. Sellufyrirkomulagið var að leggjast niður; í
flestum þeirra var lítið starf nema í sambandi við kosningar. Það var kannski
fyrst og fremst þetta atriði sem vakti mig til umhugsunar: ég fékk það á til-
finninguna að flokkurinn væri að verða kosningamaskína og ekkert annaS.
Ef frá eru talin happdrætti, fjársafnanir og þvíumlíkt, þá var næstum aldrei
leitað til óbreyttra félaga nema þegar þurfti að smala, hvort sem það var í
kosningum innan flokksins, í stéttarfélögum eða alþingis- og bæjarstjórnar-
kosningum. Og það fer ekki hjá því: fyrr eða síðar vakna smaladrengirnir
upp við vondan draum og vilja verða eitthvað meira en hara smaladrengir.
Maður fann það undirniðri, að í raun réð maður ekki neinu, mótaði ekki
neitt, maður snérist bara einsog örlítið tannhjól í vélabákninu - kannski ekki
minnst af gömlum vana og vegna þess að hin tannhjólin snerust líka. Um og
eftir 1960 blekkti það mig og fleiri, að mikið líf var þá í Samtökum bernáms-
andstæðinga. Hnignun flokksins varð ekki eins áberandi fyrir vikið, j>egar
maður tók tillit til þess að það voru sósíalistarnir sem báru uppi Samtökin.
En þegar þau lognuðust útaf, „þjóðstjórnunum“ í stéttarfélögunum fór fjölg-
andi og hætt var að bjóða fram sjálfstætt í sumum þeirra, þá tók Jjetta að
blasa við manni. Það sem mér þykir þó furðulegast núna eftirá, er hvað
maður gerði sér lengi barnalegar vonir um að Eyjólfur mundi hressast.
Einu sinni sat ég ásamt öðrum niðrí Tjarnargötu 20 og ræddi við fram-
kvæmdastjórann, Kjartan Ólafsson. Þá var eitthvað liðið síðan boðið hafði
verið síðast fram í Iðju, sem þá var í höndum íhaldsins. Við vörpuðum
fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að bjóða fram og sjá hvemig
landið lægi. Þá sagði hann þessa ógleymanlegu speki: Ástandið getur nú
verið þannig, að það sé ekkert varið í að komast að því hvemig það er. Þetta
þótti okkur undarlegt. Að það gæti verið eitthvað sem menn í sósíalískum
flokki vildu alls ekki fá að vita.
Ég hugsaði lengi um þessi orð framkvæmdastjórans. Og þá kviknaði hjá
mér sú spurning, hvort það gæti virkilega verið að ég væri betur að mér í
marxismanum en sjálfur framkvæmdastjóri flokksins. Ef svo var, þá hlaut
eitthvað meira en lítið að vera bogið við þetta baráttutæki verkalýðsstéttar-
innar, Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn.
í verkfallinu 1961 fannst mér einsog það hefðu orðið kynslóðaskipti.
218