Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 111
Framtíðarhorfur í bókaútgáfu
Sú staðreynd, að í heild eru bókaverzlanir sérstaklega sniðnar til að
íullnægja þörfum tiltölulega fámennrar menntamannastéttar, sést glöggt af
því, hvað þær gera fyrir nýútkomnar bækur. Þær eru settar út í glugga og
hafðar frammi inni í nærri öllum bókabúðum. Þetta er glöggt einkenni á
bókabúðum, því að nýútkomnar bækur fást aðeins í 60% bókabása og 10%
sölustaða. En slíkar bækur, þ. e. bækur, sem komið bafa út á nýliðnu ári,
eru einmitt sá bókakostur, sem menntaður lesandi velur úr að vandlega yfir-
lögðu ráði og af þeim mótast bókmenntasmekkurinn á hverjmn tíma.
Staðsetning verzlana af ýmsu tagi sýnir tilhneigingar í sömu átt. Bóka-
búðirnar eru allar í verzlunarhverfum eða í nánd við menntastofnanir, svo
sem abnenna skóla og háskóla, en sjást ekki við götur, sem verkamenn eiga
að jafnaði leið um að og frá vinnu sinni. Umferðarmiðstöðvar (einkum og
sér í lagi biðstöðvar strætisvagna), sem þeir eiga flestir leið um eða fram-
hjá, eru í íbúðarhverfum í úthverfum borga eða í iðnaðarhverfum, þar sem
undantekning er að bókabúð finnist. Jafnvel þeir, sem vinna í viðskipta-
hverfum, eiga sjaldan leið um götur þar sem bókabúðir eru, að minnsta kosti
ekki meðan þær eru opnar.
Sölustaðir og bókabásar eru á hinn bóginn miklu dreifðari. Nokkrir
þeirra eru svo til í hverju einasta hverfi. Það eru bókabásar á nærri öllum
járnbrautarstöðvum, og sölustaðir eru oft í nánd við helztu biðstöðvar
strætisvagna. Sérstaklega er athyglisvert, að á stöðum, þar sem verkamenn
fara úr strætisvögnum eða lestum, og þó kannski enn frekar í eins konar
hring kringum verzlunarhverfi, eru tiltakanlega margar tóbaksverzlanir, sem
selja bækur.
Ef við sleppum þeim mun, sem er á þjóðum að því er snertir menningar-
ástand og þjóðfélagsgerð, má greina sama fyrirkomulagið alls staðar:
tvenns konar dreifingarkerfi, sem beinist í tvær áttir, og hefur annað öll skil-
yrði sem nauðsynleg eru til þess að kcma á og viðhalda menningarlegum
samskiptum, en höfðar einungis til takmarkaðs hluta þjóðarinnar, hitt höfð-
ar aflur á móti til þjóðarinnar í heild, en getur aðeins beint samskiptunum
í eina átt.
Augljóst er því, að engar raunverulegar fjöldabókmenntir geta orðið til
og þróast, nema ábyrgir bóksalar, sem gera sér grein fyrir hlutverki sínu,
fallist á að breyta viðhorfi sínu nægilega til þess að þjóna þeim mikla fjölda
venjulegs fólks, sem hingað til hefur orðið að búa við það, sem kalla mætti
„einræðiskennt“ dreifingarkerfi. Þetta mundi hafa í för með sér gerbreyt-
ingu á öllu fyrirkomulagi í bókabúðum, endurmat á eðli og tilgangi bóka-
253