Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 160
Tímarit Máls og menningar
ix. Skráning jafnvirða gjaldmiSla
Fyrsta meginverkefni Alþjóðlega gjald-
eyrissjóðsins var að skra jafnvirði gjald-
miðla aðildarlandanna. Innköllun stofntil-
laga beið skráningar þeirra. Margar ríkis-
stjómir höfðu samráð hverjar við aðra um
ákvörðun jafnvirðanna, alloft á vettvangi
sjóðsins.
Einsætt virtist stjómendum sjóðsins, að
hann þyrfti að fara varlega í sakimar
fyrst í stað. „Það væm alvarleg mistök að
telja sjóðinn einan síns liðs færan að
leysa efnahagslegu vandamálin, sem heim-
urinn stendur nú andspænis. Til þess hefur
hann hvorki vald né fjármuni né var hann
miðaður við það ætlunarverk."3 Um fyrsta
ársfund sjóðsstjómarinnar segir í skýrslu
sjóðsins: „Mörg lönd verða að viðhalda
gjaldeyrishöftum og sum þeirra verða einn-
ig að endurskoða skiptagildi gjaldmiðla
sinna, um leið og þau laga hagkerfi sitt að
nýjum aðstæðum upp úr lokum styrjaldar-
innar ... Þótt samræming jafnvirða margra
gjaldmiðla, sem þegar em stöðugir að
nokkm marki, gæti orðið upphaf að reglu-
bundinni skipan gjaldeyrismála, hiði þá
enn hið mikla verkefni að styrkja mátt-
vana gjaldmiðla og að fella þá inn í geng-
isskipan heimsins. Gagnvart slíkum lönd-
um gæti sjóðurinn framlengt ráðfærslu-
skeiðið og gæti frestað samkomulagsgerð-
inni um upphafleg jafnvirði þeirra, unz
efnahagsleg og peningaleg staða þeirra
hefur styrkzt."4 Af 39 aðildarlöndum sjóðs-
3 Intcmational Monetary Fund, First An-
nual Meeting of the Board of Governors,
1946, bls. 25.
4 Ihid., bls. 18 og 22. - „Það er ekki leng-
ur leyndarmál, að Bretar, sem gramizt
hafði fyrri undirróður fyrir lækkun
gengis sterlingspundsins, er Bandaríkja-
menn innan sjóðsins höfðu forgöngu
um, og vom uggandi vegna spuma af
ins höfðu 32 skráð jafnvirði gjaldmiðla
sinna 18. desember 1946. Á öll þau jafn-
virði gjaldmiðla, sem aðildarlöndin settu
upp, féllst sjóðurinn, meira að segja þeirra,
sem skráðu fleiri en eitt gengi á gjaldmiðli
sínum. Að auki vom jafnvirði gjaldmiðla
margra aðildarlandanna skráð hærra en
svo, að viðskiptastaða landanna eða fram-
leiðni atvinnuvega þeirra risi undir þeim.
Flest landa þessara bjuggu ennfremur við
innflutningshöft, svo að magn innflutnings
þeirra réðst ekki fremur af alþjóðlegum
verðhlutföllum en útflutnings þeirra.
x. Gengislœkkanirnar 1949
Bandaríkin og Bretland gerðu með sér
víðtækt samkomulag um fjármál 1946. Þau,
einkum þó hið fyrmefnda, stefndu að upp-
töku óheftra alþjóðlegra viðskipta sem
fyrst. Bandaríkin lánuðu Bretlandi $ 3.750
milljónir með þeim skilmálum, að á gjald-
eyrismörkuðum yrði sterlingspundið gert
skiptanlegt í aðra gjaldmiðla innan árs.
Þótt halli væri mikill á greiðslum Bret-
lands við umheiminn 1946 og 1947, stóð
brezka ríkisstjómin við samkomulagið.
Hún leyfði flestum seðlahönkum að kaupa
aðra gjaldmiðla á sinn reikning gegn ster-
lingspundum 15. júlí 1947. Afleiðing þessa
svifaseinum fundum framkvæmdaráðs
hans, gerðu ekki tillögu um nýtt jafn-
virði fyrir sterlingspundið í samræmi við
stofnskrá sjóðsins. Þeir skýrðu einungis
framkvæmdaráðinu ásetið síðdegi, laug-
ardag einn, að hrezki fjármálaráðherr-
ann mundi útvarpa næsta dag þeirri
ákvörðun ráðuneytisins að fella gengi
sterlingspundsins úr $ 4.00 niður í $
2.80. Fjármálaráðherrann ,kynni að meta‘
það, ef hann gæti um leið skýrt frá sam-
þykki sjóðsins við þá ákvörðun.“ Robert
Triffin, Europe and the Money Muddle,
New Haven, 1957, bls. 119.
302