Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 17
Kartaflan og konnngsríki'S þær byrðar, sem ríkisstj órnin ætlaði þeim. Mjög margir írskir gósseigendur höfðu um langa stund lifað um efni fram, jarðir þeirra veðsettar og mikill hluti landskuldarinnar hvarf til að horga rentur af veðskuldunum. í hinni hörðu kreppu hungursneyðarinnar gekk landskuldin mjög saman og margir írskir gósseigendur sáu ekki annað framundan en gjaldþrotið. Ef þeir áttu ofan á allt saman að bera mestan hluta hallærishj álparinnar töldu þeir voð- ann fram undan. Irskir gósseigendur héldu því fast fram, að ríkisfjárhirzlunni hæri að greiða koslnaðinn af hallærishjálpinni, enda væri írland samkvæmt laganna hljóðan óaðskilj anlegur hluti hins Sameinaða konungsríkis. Slík rök- semdafærsla var í sjálfu sér ekki fjarri lagi. En hvorki ríkisstjórn né þingið vildu sinna slíkri kröfu. Þótt hinn venjulegi þingmaður á enskri grund talaði fjálgur um hið heilaga og óslítandi samband ríkisins, leit hann þó jafnan á Irland sem sérstakan landshluta og var jafnan á verði þegar rætt var um að eyða fé brezkra skatlgreiðenda í þágu Ira. Þegar kartöfluuppskeran brást í annað skipti haustið 1846 tóku farsóttir þær, sem jafnan fylgdu hungrinu, að breiðast út, taugaveiki og kólera. Báðir þessir sjúkdómar höfðu um langan aldur verið landlægir á írlandi, en þegar sulturinn herti tökin á þjóðinni brast viðnámsþróttur hennar með öllu, og í því þjóðfélagssandfoki, sem nú fór í hönd er tugþúsundir heimilislausra manna ráfuðu um þjóðvegina og reyndu að leita sér líknar á sjúkrahælum eða í vinnubúðum, harst taugaveikin um land allt á skömmum tíma og hlífði hvorki háum né lágum. Það er ekki hægt að gera sér með fullri vissu grein fyrir hlutfallinu milli þeirra. sem dóu úr sulti eða hinna sem létust af sótt- um. Dánartalan hefur verið geysihá, en víst er um það, að meiri hluti þeirra sem féllu úr farsóttum hefðu ýmist ekki tekið sjúkdóminn eða lifað hann af, ef Sulturinn mikli hefði ekki brýnt eggina í sigð dauðans. III. Þegar komið var fram yfir haustnætur 1846, var auðsætt að embættismanna- kerfið á írlandi fékk ekki ráðið við þau vandamál, er slöfuðu af sulti og sótt- um. í Lundúnum sat Charles Trevelyan við fjárhirzluna og sendi trúnaðar- mönnum sínum á Irlandi tilmæli og tilskipanir, en af orðum þeirra og anda var ljóst, að hann kunni í rauninni fátt til úrræða. Sennilega var það eitt erfiðasta og torleystasta vandamálið að sjá íbúum vesturhéraða írlands fyrir mat, þvi að þar voru allir þjóðfélagshættir einna frumstæðastir. í tilskipun- um sínum sagði Trevelyan, að gæta yrði þess, að vesturírsku héruðin yrðu ekki með öllu matarskortinum að hráð, en hætti við: að svo miklu leyti sem 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.