Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 17
Kartaflan og konnngsríki'S
þær byrðar, sem ríkisstj órnin ætlaði þeim. Mjög margir írskir gósseigendur
höfðu um langa stund lifað um efni fram, jarðir þeirra veðsettar og mikill
hluti landskuldarinnar hvarf til að horga rentur af veðskuldunum. í hinni
hörðu kreppu hungursneyðarinnar gekk landskuldin mjög saman og margir
írskir gósseigendur sáu ekki annað framundan en gjaldþrotið. Ef þeir áttu
ofan á allt saman að bera mestan hluta hallærishj álparinnar töldu þeir voð-
ann fram undan. Irskir gósseigendur héldu því fast fram, að ríkisfjárhirzlunni
hæri að greiða koslnaðinn af hallærishjálpinni, enda væri írland samkvæmt
laganna hljóðan óaðskilj anlegur hluti hins Sameinaða konungsríkis. Slík rök-
semdafærsla var í sjálfu sér ekki fjarri lagi. En hvorki ríkisstjórn né þingið
vildu sinna slíkri kröfu. Þótt hinn venjulegi þingmaður á enskri grund talaði
fjálgur um hið heilaga og óslítandi samband ríkisins, leit hann þó jafnan á
Irland sem sérstakan landshluta og var jafnan á verði þegar rætt var um að
eyða fé brezkra skatlgreiðenda í þágu Ira.
Þegar kartöfluuppskeran brást í annað skipti haustið 1846 tóku farsóttir
þær, sem jafnan fylgdu hungrinu, að breiðast út, taugaveiki og kólera. Báðir
þessir sjúkdómar höfðu um langan aldur verið landlægir á írlandi, en þegar
sulturinn herti tökin á þjóðinni brast viðnámsþróttur hennar með öllu, og í
því þjóðfélagssandfoki, sem nú fór í hönd er tugþúsundir heimilislausra
manna ráfuðu um þjóðvegina og reyndu að leita sér líknar á sjúkrahælum
eða í vinnubúðum, harst taugaveikin um land allt á skömmum tíma og hlífði
hvorki háum né lágum. Það er ekki hægt að gera sér með fullri vissu grein
fyrir hlutfallinu milli þeirra. sem dóu úr sulti eða hinna sem létust af sótt-
um. Dánartalan hefur verið geysihá, en víst er um það, að meiri hluti þeirra
sem féllu úr farsóttum hefðu ýmist ekki tekið sjúkdóminn eða lifað hann af,
ef Sulturinn mikli hefði ekki brýnt eggina í sigð dauðans.
III.
Þegar komið var fram yfir haustnætur 1846, var auðsætt að embættismanna-
kerfið á írlandi fékk ekki ráðið við þau vandamál, er slöfuðu af sulti og sótt-
um. í Lundúnum sat Charles Trevelyan við fjárhirzluna og sendi trúnaðar-
mönnum sínum á Irlandi tilmæli og tilskipanir, en af orðum þeirra og anda
var ljóst, að hann kunni í rauninni fátt til úrræða. Sennilega var það eitt
erfiðasta og torleystasta vandamálið að sjá íbúum vesturhéraða írlands fyrir
mat, þvi að þar voru allir þjóðfélagshættir einna frumstæðastir. í tilskipun-
um sínum sagði Trevelyan, að gæta yrði þess, að vesturírsku héruðin yrðu
ekki með öllu matarskortinum að hráð, en hætti við: að svo miklu leyti sem
159