Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 101
Framtíðarhorjur í bókaútgája
bókina, bæði frá fjárhagslegu og bókmenntalegu sjónarmiði. En í langflest-
um tilfellum eru þessir lesendur félagslegur hópur, sem er bæði þröngur og
dreifður. Jafnvel í löndum, þar sem almenn menntun er útbreidd, er aug-
Ijóst að lala almennra lesenda (sem við höfum þegar skilgreint sem fólk, er
getur lesið sjálfstætt) eru fjarri því að samsvara tölu raunverulegra bóka-
kaupenda.
í löndum Vestur-Evrópu, þar sem bókaútgáfa er mikil, eru raunverulegir
bókakaupendur 3 til 5% af almennum lesendum. Allt hið mikla framleiðslu-
og dreifingarkerfi bóka tekur mið af þessum minnihluta. í Frakklandi, t. d.
þar sem raunverulegir bókakaupendur eru á að gizka ein milljón, má ætla,
að hámarkssala bókar, sem dreift er gegnum hið almenna bóksölukerfi, sé
um 300.000 eintök, ef við gerum ráð fyrir að 3,5 lesendur séu imi hverja
keypta bóL
Líklegt er, að bók, sem náð hefur þessu marki, sé þegar orðin metsölubók,
því að óhugsandi er, að allir raunverulegir bókakaupendur hafi þegar í upp-
hafi fengið áhuga á henni. Hún verður fyrst að hafa náð útbreiðslu innan
ákveðins hóps bókakaupenda og síðan rutt sér braut til annarra hópa og auk-
ið þannig útbreiðslu sína stig af stigi, unz hún hafði náð til bókakaupenda
almennt. Vekja ber athygli á því enn einu sinni, að sá háttur bóka að færa
þannig út sölusvið sitt til nýrra og nýrra félagslegra hópa, er einmitt höfuð-
einkenni metsölubóka. Metsölubækur geta því verið á ýmsum stigum. Dæmið
hér að framan er rnn metsölubók, sem náð hefur til bókakaupenda almennt,
og í Frakklandi getur sala hennar verið frá 150.000 til 300.000. í þeim flokki
eru bækur, sem hlotið hafa Goncourt-verðlaunin. Aðrar metsölubækur taka
að ná til hópa almennra lesenda, sem að jafnaði lesa ekki bækur, jafnvel
áður en þær hafa náð að metta þann hluta bókakaupenda, sem þær kunna
að höfða til. Salan getur þá vissulega orðið mjög mikil, í Frakklandi frá
500.000 til 800.000. Bók Pierre Daninos, Les Carnets du Major Thompson,
var dæmigerð metsölubók af þessu tagi fyrstu árin eftir að hún kom út.
Hafa ber hugfast, að breyting á sölu bókar hefur engin veruleg áhrif á dreif-
ingu eða kynningu hennar. Hún er seld áfram á sama háa verðinu, í svip-
uðum útgáfum og bækur, sem hafa takmarkaða útbreiðslu, og hún er aðal-
lega keypt í venjulegum bókabúðum.
Allt öðru máli gegnir um þriðju tegund metsölubóka, sem eru sérkenni
okkar tíma. Þetta eru bækurnar, sem fara út fyrir takmörk venjulegra bóka-
lesenda og ryðja sér braut inn í raðir hins mikla fjölda almennra lesenda.
Þá koma til sögunnar aðrir þjóðfélagshópar og stéttir. Það er þá ekki lengur
243