Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 50
Pétur Hraunfjörð Pétursson:
Minningar úr stéttabaráttunni
(Vésteinn Lúðvíksson skráði)
Ég fæddist í þennan auðvaldsheim í Stykkishólmi 1922. Eitdivað gekk þetta
víst brösulega alltsaman, því gamla konan átti engan samaslað og þurfti að
ljúga sig inní hús til að eiga krógann og fara svo strax og hún gal út i Grund-
arfjörð til skyldfólks síns. Þar ólst ég svo upp hjá föðurbróður mínum til sjö
ára aldurs. Þá var ég sendur suður til Reykjavíkur, en þangað höfðu foreldr-
ar mínir flust nokkru áður.
Faðir minn hafði verið skipstjóri á skútum, tók þetta svokallaða punga-
próf að mig minnir 1917, svo hann náði aldrei nema í endann á sælunni:
skútuöldinni lauk skömmu síðar og þá var prófið gagnslaust. Þegar við
þetta bættist, að á þau hafði hlaðist ómegð, þá var ekki um annað að ræða
en að flytja suður.
Við vorum sjö systkinin, þ. e. a. s. sjö sem lifðu, því auðvitað dó alltaf
hluti þeirra barna sem fátækt fólk kom í heiminn á þessum árum. Af þessum
sj ö var ég í miðið.
Faðir minn var oflar atvinnulaus en ekki. Fyrsta árið mitt hérna í bænum
bjuggum við í kjallarakompu í Norðurpólnum, en það var bæjarhúsnæði
og stóð þar sem mætast Laugavegur og Hverfisgata, skammt frá vatnsþrónni
sem þá var enn við lýði. Ur þessu húsi fluttum við svo í annað bæjarhús-
næði engu betra, þó ekki væri það kjallari. Það voru Selbúðirnar. Ekki veit
ég hvern fjandann maður á að kalla svoleiðis húsnæði. Þetta var með porti
einsog kringum bóndabæi í Danmörku, hálfgert virki, sem gelur varla hafa
haft annan tilgang en þann að hylja lýðinn fyrir augum góðborgaranna sem
gengu stundum þarna vestureftir á kvöldin til að dást að sólarlaginu. Þarna
voru einar fjórtán íbúðir og allt yfirfullt af börnum. Einn kamar var fyrir
hverja íbúð, auðvitað allir inní portinu þar sem við krakkarnir lékmn okkur.
Og nóg var af kakkalökkum. Þó man ég ekki eftir miklum músa- og rottu-
gangi inní íbúðunum.
Þeir sem þarna bjuggu höfðu yfirleitt ekki vinnu nema í atvinnubótavinn-
unni, oftast ekki meir en þriðju eða fjórðu hverja viku, allt eftir því hvernig
bæj aryfirvöldin mátu heimiiisaðstæður hvers og eins. Margir voru þarna rót-
192