Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 127
Framtíðarhorjur í bókaútgáju
veitir rithöfundinum þá sérstöðu, að hann á kröfu á ævarandi virðingu stétt-
arbræðra sinna fyrir tiltekið afrek, sem aldrei framar getur glatað gildi sínu,
en það skipar honum óafturkallanlega til sætis utan seilingar alls almennings
með því að breyta honum í frægðarpersónu. Carlyle gerði sér glögga grein
fyrir þessu frægðarfyrirbrigði þegar árið 18407, en það má teljast tilkomið
í byrjim nítjándu aldar, þegar fyrstu fjöldaútgáfur bóka sáu dagsins ljós.
Eitt skýrasta dæmið frá þeim tíma var Byrondýrkunin. Fjarri fer því, að
allir þeir, sem hlotið hafa Goncourtverðlaunin eða bókmenntaverðlaun Nób-
els á okkar tímum hafi komizt í kynni við þá hetjudýrkun, sem Byron varð að
þola og verður naumast jafnað við annað en hina tilbeiðslukenndu aðdáun
á kvikmyndastj örnum nútímans. En sjálf virðingin, sem fylgir verðlaununum,
breytir þeim, ef svo má segja, í stofnun, goðsögn, bautastein eða, þegar bezt
lætur, lýsandi fordæmi. Þetta er ein tegund bókmenntalegs bráðadauða, sem
fylgir velgengni og enginn höfundur getur gert sér von mn að komast undan
honum, nema hann sé gæddur fágætlega einbeittum ásetningi um að endur-
nýja sig og varðveita sjálfstæði sitt.
Þjóðrnn, sem eiga sér gamalgróna menningarhefð, mun reynast erfitt að
halda sér frá akademískum viðbrögðum, hvort heldur þær búa við fjölda-
útgáfu bóka eða ekki, og þær munu lengi halda áfram að líta á rithöfunda
sem hetjur hugans, en ungar þjóðir, sem eru að byrja að skapa bókmenntir,
verða að vara sig á snöru stofnanaáráttunnar. Ef þær stofna til bókmennta-
verðlauna — og það væri rangt af þeim að fyrirlíta þá aðferð til að örva rit-
höfunda til dáða - verða þær að gæta þess, að þau endurspegli þær stefnur
og strauma, sem sprottnar eru úr sjálfri þjóðarsálinni, kannski jafnvel áður
en skynsemin fer nokkuð að segja til sín. Með fullri virðingu fyrir sérfræði-
þekkingu, mætti spyrja, hvort þær dularfullu undiröldur, sem fleyta upp á
frægðartindinn þessum eða hinum söngvaranum eða tónlistarmanninum, eða
jafnvel þessu eða hinu ljóðskáldinu, sem kosið hefur hljóðritunina sem tján-
ingarmiðil, kunni ekki að reynast áhrifaríkari og áreiðanlegri heldur en
yfirvegaðir dómar sérfræðinganna. Æskilegast væri, að þessir tvenns konar
dómar færu saman, en eins og er verður það að teljast fánýt von.
Virkir og óvirkir lesendur.
Þegar alls er gætt, komumst við ekki hjá því að horfast í augu við stað-
reyndirnar. Sú stökkbreyting, sem orðið hefur í þróun bókaútgáfu, getur
reynzt vel, en hún er hvorki alger né endanleg. Við getum talað um fjölda-
útbreiðslu, en mikið vantar á að allur „fjöldinn“ komi þar við sögu. Jafn-
269