Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 143
Gerpla
liann frumkvæði að því að stofna íslenzka friðarnefnd sem gekkst ma. fyrir
víðtækri undirskriftasöfnun undir Stokkhólmsávarpið og tekur virkan þátt í
starfi heimsfriðarhreyfingarinnar. Eftir að ísland hafði verið gert að víg-
hreiðri og vélað inn í hernaðarbandalag auðvaldsins var hvortveggja jafn
brýnt að auka skilning á Sovétríkjunum með beinum menningartengslum og
kunngera á alþjóðavettvangi innan heimsfriðarhreyfingarinnar að það væri
ekki með vilja íslenzku þjóðarinnar að leidd var yfir hana sú smán og lífs-
hætta að búa við ógnarstöð erlends hervalds. í inngangsorðum að tímaritinu
MIR 1950 nefnir Halldór dæmi um „hina sjúku blindni sem ræður dómum
opinberra málgagna um menníngu Ráðstjórnarríkja“ogsegir MIR vera stofn-
að til „að sigrast á þessari sjúku blindni“ og tekur síðan fram: „Eg er þess
fullviss að nánari kynni af hugsunarhætti ráðstjórnarfólks mundu hafa góð
áhrif á oss. Ég segi fyrir mig, að með aungri þjóð sem ég hef kynst við ríkir
jafn bjartsýnisfull og æskuþrúngin trú á þann heim sem við lifum í, á mann-
inn sjálfan, á mennínguna sem hið sanna endurlausnarafl mannkynsins og á
friðinn sem undirstöðu og upphaf sannverulegs mannlífs á jörðu“. „Það sem
okkur er nauðsyn á að vita um slíkt liöfuðríki hinnar sigrandi lífsstefnu eru
ekki gróusögur, rógmælgi og fúkyrði, og ekki alskonar hálfur sannleikur,
útúrsnúníngur og málefna-afflutníngur, heldur staðreyndir, og þær einar“. I
grein sem birtist í Tímarili Máls og menningar með fyrirsögninni ísland og
samsærið gegn heimsfriðnum hafði Halldór sagt: „Ég get ekki skilið að sá
maður vilji heita íslendíngur sem vill gera Island að hernaðarstöð útlends
ríkis. Þann dag sem Island afhendist útlendu ríki sem herstöð er það ekki
leingur Island og vér ekki leingur íslendíngar“. Og á norrænni friðarráð-
stefnu í Stokkhólmi 1951 segist hann vilja „minna á að ég kem úr norrænu
landi sem hefur hlotið þann heiður, auk innfluttra stríðsæsínga, að fá inn-
flutt herlið, og Jætta herlið er nú að byggja risavaxin hervirki, er beina skal
frá friðsömu ættlandi mínu gegn löndum og jjjóðum sem óhugsandi er að
íslendíngi gæti nokkurntíma dottið í hug að fjandskapast við. Þessi stofnun
erlendra herstöðva á Islandi er í sjálfri sér árásaraðgerð gegn íslensku þjóð-
inni“. Þessi heita barátla í orði og verki gegn stríðsöflum nútímans er hjart-
sláttur Gerplu. Hún varðar örlög Islands og alls heimsins, og luin ein skýrir
ástríðuhita og glóð stílsins.
Almúginn er söguhetjan
Sagt var að framan að Gerpla væri hetjusaga - með öfugu forteikni. Við
Jjað var átt að „söguhetjurnar“ þrjár bera verkið ekki uppi, þola hverja háð-
285