Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
Tafla I.
Endurprenlanir bóka í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi 1950-1958
Bókmenntaverk Kennslubækur
Útgáfur Ileildartala Aj hverjum 1000 Heildartala Aj hverjum 1000
1. 24.455 1.000,0 8.462 1.000,0
2. 2.403 98,3 2.677 316,4
3. 732 29,9 1.404 165,9
4. 471 19,3 1.074 126,7
5. 334 13,7 825 97,5
6. 272 11,2 664 78,5
7. 188 7,7 505 59,6
8. 146 6,0 389 46,0
9. 142 5,8 288 34,0
10. 102 4,2 217 25,6
11. 82 3,4 168 19,8
12. 66 2,7 124 14,7
13. 59 2,4 87 10,3
14. 63 2,6 81 9,6
15. 61 2,5 73 8,6
16. 54 2,2 71 8,4
17. 47 1,9 55 6,5
18. 35 1,4 54. 6,4
19. 37 1,5 49 5,8
20. 45 1,8 47 5,6
Áœtlunarbundin útgáfa og óáœtlunarbundin.
Til aS skýra hugtakið útgáfa er á flestum tungumálum notuð önnur af
tveim líkingum, sem felast í Iatneska orðinu edere (ex dare) og publicare.
Hið fyrra merkir bókstaflega að bera í heiminn, fæða, og má finna í orðum
eins og franska orðinu éditeur, rússneska orðinu izdatelstvo og þýzku orð-
unum Verlag og herausgeben. Hið síðara felur í sér tilvist nafnlauss fjölda
væntanlegra lesenda, sem bókin er ætluð, og getur að líta í orðum eins og
enska orðinu publisher, franska orðinu publier og þýzku orðunum Veröffent-
lichung eða Verbreitung.
234