Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 174
Tímarit Máls og menningar
gildar ástæður fyrir þessu hléi, rétt eins
og ýmsir aðrir og ónefndir hér, sem líkt
er ástatt um. Á þessu tímabili mun hann
þó hafa skrifað a. m.k. þrjú leikrit, þar af
eitt útkomið í hók og annað flutt í útvarp.
Mér er heldur ekki kunnugt um hversu
langur tími honum hefur gefizt til að
vinna í samhengi að því verki sem nú ligg-
ur fyrir, skáldsögu nokkuð á þriðja hundr-
að síður.1 Hitt virðist auðsætt, að hann
vill með henni segja stóra hluti og greina
frá miklum örlögum, henni er ætlað að
vera uppgjör við undanfarið hálfrar aldar
skeið; í ferli og athöfnum persónanna
ætlast hann til að kristallist þróun í mun
víðtækari skilningi en séð verði af þröng-
um vettvangi bókarinnar. I þessu mun að
leita skýringar á langsóttu og ívið þung-
lamalegu heiti hennar.
Hvað má í íljótu bragði virðast svo til-
valið til slíks sem ævi og örlög rithöfundar
og skálds - endaþótt fátt sé jafn útþvælt
efni í bókmenntunum, langoftast með
hæpnari árangri en svo, að obbanum af
því sé gaumur gefandi? Skáld virðast
freista skálda óaflátanlega til umfjöllunar,
svo að við liggur manni finnist það stað-
festa málsháttinn: Þangað vill klárinn
sem hann er kvaldastur. Má vera það sé
fremur efni sálfræðinga en ritskýrenda að
fjalla um þá sjálfsmeðaumkun sem cinatt
virðist hvetja höfunda til þessa verkefna-
vals, og verður ekki nánar farið út í það
hér.
„Arfleifð frumskógarins“ rekur sögu Ei-
lífs skálds Eilífs, lausaleiksbams sem upp
vex á sléttri grund hjá siðavandri og sóma-
kærri frænku til þess að verða fínn mað-
ur, enda af fínni ætt, sem reyndar man fífil
sinn fegri. Pilturinn kynnist Byltingunni í
1 Sigurður Róbertsson: Arfleifð jrum-
skógarins. Skáldsaga. Prentsmiðja Jóns
Helgasonar. 1972. 226 bls.
skóla, yrkir ljóð í anda hennar og cr loks
hrakinn frá námi. En frænkan kostar hann
eigi að síður til náms í París, þó svo að
námsdvölin virðist verða lionum til lítils
gagns eða frama. Heimkominn sUndur
hann uppi próflaus, félaus og frænkulaus,
hugsjón Byltingarinnar kulnuð, líka hjá
æskuvini sem orðinn er hissnessmaður; og
skáldið tekurviðopnum náðarfaðmi Alberts
nokkurs íbókaútgefanda sem er fasisti og
hýðst til að kosta hann til framhaldsdval-
ar erlendis. I þeirri utandvöl kemst Eilíf-
ur á mála hjá nazistum, unir þó ekki þeirri
vist meira en svo, cn er sífelldlega háður
forleggjara sínum á Islandi, sem hefur
innprentað honum Alvizkuna svonefndu og
sér honum jafnt fyrir skotsilfri sem
skáldsfrægð. - Líður þannig tíminn, og
er stiklað mjög á stóru í sögunni, unz
Eilífur skáld er undir hókarlok orð-
inn nánast dauðans matur andlega, ef
ekki beinlínis líkamlega, fimmtugur upp
á dag. Þá hefur Albert forleggjari þeg-
ar kálað sér, uppgefinn jafnt á Al-
vizku, tæknidýrkun og veraldarvafstri öllu,
svo og skáldi sínu, en hefur skilið þann
síðameínda eftir í notalegu fjallahóteli
þar sem honum er nauðugur einn kostur
að horfast í augu við eigin lífshlekkingu
og varla er framundan annað en dauðinn,
eða það sem er öllu lakara: sturlun.
Ekki er í lílið lagzt að ætla sér að gera
öllu þessu efni skil í einu skáldsögubindi
þótt vænt sé að vöxtum. Sagan spannar yf-
ir hálfa öld, og er þó réttara að segja að
sleppt sé stómm köflum úr ævi höfuðper-
sónunnar og öðm fremur fjallað um upp-
vöxt skáldsins og endalok. Einsætt virðist,
að heilsteyptustu og bezt gerðu kaflar sög-
unnar eru þeir fyrstu þar sem greinir frá
upprana og bernsku Eilífs, eða allt þar til
hann siglir út í heim; þá er sem hatti fyr-
ir, unz sá þriðjungur bókar er eftir sem
leiðir saman þræðina og markar endalokin.
316