Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
entum, sem flestir voru svo orðnir borgarar að nokkrum árum liðnum -
einsog gengur.
Það kom vel í ljós í þessu verkfalli, að þegar eitthvað er um að vera, þá er
lítill vandi að fá nógan mannskap í útkall. Dagsbrún álti í töluverðum úti-
stöðum við Flugfélag Islands, sem gerði margar tilraunir til verkfallsbrota
og tókst að minnstakosti einu sinni. Flugfélagið vildi ekki semja um óveru-
legt smáatriði, kaup við að- og frákeyrslu landgöngustigans, en það var það
eina sem fyrirtækið þurfti að semja um við Dagsbrún. Og skiljanlega vildi
Dagsbrún ekki gefa undanþágu; það er ákaflega mikilvægt í verkföllum að
geta stoppað flugið. En það sem hleypti hörku í þetta, var að forstjóri Flug-
félagsins var jafnframt varaformaður Vinnuveitendasambandsins. Hann gat
af prinsípástæðum ekki látið Flugfélagið semja á undan öðrum. Og Dags-
brún sá auðvitað enga ástæðu til að veita slíkum innsta kopp í búri einhverja
undanþágu. Flugfélagið reyndi samt hvað eftir annað að lenda vélum og
þurfti því oft að vera til staðar útá velli stór hópur manna frá okkur. Málið
hafði vakið töluverða athygli og samúð fólks yfirleitt með okkur. Þá sýndi
það sig að stéttvísin var meiri en maður hafði haldið: þegar við létum boð
út ganga kom fjöldi manns útá völl og höfðu margir þeirra aldrei mætt á
verkfallsvakt.
#
Þegar búið var að reka mig úr Heklu í annað sinn (ég átti þó eftir að
vinna þar síðar), þá þóttist ég vera búinn að fá nóg af þessum andskotans
atvinnurekendum og kom mér upp verkstæði í bílskúr sem ég byggði við
húskofann okkar í Blesugrófinni. Ég fékk nægileg verkefni til að við hefðum
nokkurnveginn í okkur og á og gat auk þess ráðið mínum vinnutíma sjálfur
að nokkru leyti, sem var vissulega mikill kostur. En ég komst fljótt að því,
að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Bækurnar og pólitíkin freist-
uðu mín meir en bíltíkurnar. Þetta gekk þó fjárhagslega stórslysalaust,
nema hvað ég lenti í skattalögreglunni - reyndar meira fyrir vankunnáttu
en hitt að ég hefði rænu á að svíkja nokkrar krónur undan innheimtubákni
ríkisvaldsins. En þetta gat samt ekki gengið svona til lengdar, það sá ég í
hendi mér. Ég var kominn í smáborgaralega aðstöðu og vann þarna auk þess
einn míns liðs og ekki í neinum tengslum við aðra verkamenn. Það hefur
aldrei átt við mig. Ég sá frammá að ég yrði pólitískt vanheill ef ég héldi
þessu áfram.
En það var sjálfhætt. Húskofinn brann til kaldra kola, með honum bíl-
220