Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 97
Framtíðarhorjur í bókaútgáju
og vegna annarrar kynningarstarfsemi og svo hefur höfundurinn fengið nokk-
ur eintök. Nettóhagnaður af þessum eintökum verður þá kringum $ 700, eða
um 10%. Ef bókin selst upp á fáeinum mánuðum, eru það vextir, sem út-
gefandinn getur vel við unað. Bregðist salan hinsvegar, getur tapið orðið
allt að $ 5000 eða, ef almennur rekstrarkostnaður er tekinn með, S 7000.
Á hinn bóginn eru þeim hagnaði, sem hægt er að hafa af bókinni, engin
takmörk sett, ef bókin heldur áfram að seljast. Gerum ráð fyrir, að útgef-
andinn okkar komist á slétt eftir sex vikur, sjái merki þess, að liann sé með
metsölubók á hendinni og ákveði að endurprenta hana. Gerum líka ráð fyrir,
að hann sé gætinn og láti ekki prenta nema 5000 eintök. í þetta skipti borgar
hann ekki $ 5000 í prentun og bókband, því að hann hefur látið „satsinn“
(blýsíðurnar) bíða. Framleiðslukostnaður bóka er tvennskonar. Annars
vegar er setningin og umbrotið, sem hann þarf ekki að borga fyrir aftur,
hins vegar eru prentun, pappír og band, sem hann verður alltaf að borga
fyrir í réttu hlutfalli við upplagið. Bandið er stór liður, þegar bækur eru
innbundnar, en endurprentun er ábatasamari í löndum eins og Frakklandi,
þar sem jafnvel vandaðar bækur eru oft einungis heftar. í grein um útgáfu-
starfsemi í Bretlandia eftir W. G. Taylor segir, að prentunarkostnaður
fyrstu útgáfu bókar, sem er 256 síður í „crown“-broti og prentuð í 3000
eintökum, sé um £350 (1957), en endurprentun í 1500 eintökum sé um
£120. Endurprentunarkostnaður (að bandi undanskildu) er þannig um
65% af prentunarkostnaði fyrstu útgáfu. Vitaskuld er þetta hlutfall breyti-
legt eftir því hvert upplag fyrstu útgáfunnar er.
f dæmi okkar (fyrsta útgáfa í 5000 eintökum og önnur útgáfa líka),
skulum við gera ráð fyrir, að kostnaðurinn á hvert eintak lækki um 30% -
þ. e. úr S 1 í 70 cent. Smásöluverðið helzt á hinn bóginn óbreylt og útgef-
andinn fær áfram $ 1,65 af hverju eintaki, sem selst. Hann fjárfestir í end-
urprentuninni $ 3.500, að viðbættum $ 2000 í annan beinan kostnað, eða
S 5.500. Frá því getur hann dregið § 500 hagnað af fyrstu útgáfunni og eru
þá eftir $ 5000. Þegar útgefandinn hefur selt rúm 3000 eintök af annarri
útgáfu, er hann kominn á slétt á ný, og ef önnur útgáfa selst upp, hagnast
hann tnn rúmlega $ 3.250. Vilji hann reyna í þriðja sinn, þarf hann ekki að
fjárfesta nema $ 250 til viðbótar í þriðju útgáfu. Á þessu stigi nær ágóðahlut-
fall hans hámarki, því að segja má, að hagnaðurinn fram að þeim tíma beri
uppi framleiðslukostnaðinn, hann þarf aðeins að bera uppi hlaupandi kostn-
að, sem ekki er hægt að lækka. Þetta merkir, að ef hann selur 100.000 eintök,
getur hann vænzt þess að fá $ 50.000 í ágóða.
239