Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
sem maður hefur kannski ekki reynslu af sjálfur, þá dugir það ekkert ef
maður finnur því ekki stað annaðhvort í heimspólitíkinni eða bókmenntun-
um.
Það veigamesta sem ég lærði þó þarna í bretavinnunni - það sem sennilega
er veigamest af öllu — það var mikilvægi stéttabaráttunnar. Reyndar var ég
ekki bráðþroska í þessum efnum fremur en öðrum, en skildi þó fljótt nauð-
syn þess að vera í félagi og sækja alla fundi. í Dagsbrún gekk ég í árslok
1940. Og í því félagi er ég enn.
Upphaflega gátu allir komist í bretavinnuna, hvaða stjórnmálaskoðun sem
þeir aðhylltust. Brynjólfur Bjarnason var t. d. í mínum flokki smátíma. En
einn góðan veðurdag og fyrirvaralaust var honum sagt upp, svo og öðrum
skeleggum baráttumönnum í vinnuflokkum útum allan bæ. Bretarnir komu
sér nefnilega upp svörtmn lista. Og þann lista er útilokað að þeir hafi soðið
saman sjálfir. Þar hafa íslenskir hjálpað til. Því hefur verið haldið fram, en
hefur aldrei verið sannað, að Dagsbrúnarstjómin, sem þá var í höndum
íhalds og krata (sjóðþurrðarstjórnin svonefnda 1940), hafi gefið herstjórn-
inni upp nöfn og númer á Dagsbrúnarfélögum. Það sem þótti benda til þessa
var hvað svarti listinn virtist nákvæmur. A honum voru allir þeir sósíalistar
sem einhverntíma höfðu eitthvað haft sig í frammi í Dagsbrún. Auk þess
leyndi það sér ekki, að samband Dagsbrúnarstjórnarinnar og herstjórnarinn-
ar var hið ástúðlegasta. Dagsbrúnarstjórnin annaðist launagreiðslur fyrir
bretann og fékk fyrir það álitlega upphæð vikulega. Þessum launagreiðslum
kom svo Dagsbrúnarstjórnin - auðvitað mótmælalaust frá hálfu bretans — í
hendur Alþýðuflokksins, sem notaði síðan þóknunina til að kosta útgáfu Al-
þýðublaðsins. Og í verkfallinu ’41 var allur helsti stokkurinn af aðalbaráttu-
mönnunum í Dagsbrún lokaður inni með þegjandi samþykki stjómar fé-
lagsins. Þetta var hræðilegt niðmrlægingartímabil í sögu Dagsbrúnar. Mig
hryllir þegar ég hugsa um þessa djöfuls eymd. Ekkert er eins átakanlegt og
þegar verkalýðurinn vegur að sjálfum sér.
En það var víðar pottur brotinn en í Dagsbrún. Alþýðusambandið var
einræðisklíka og ekkert annað, í stjórn þess máttu engir sitja nema flokks-
bundnir kratar. Gegn því hafði verið stofnað Landssamband íslenskra stétl-
arfélaga og voru í því mörg stærstu félögin, ekki aðeins þau sem sósíalistar
réðu, heldur líka íhaldsfélögin, einsog t. d. Hlíf í Hafnarfirði. Vitanlega kom
það sér best fyrir atvinnurekendur að hafa verkalýðshreyfinguna klofna og
kratana í stjórn ASÍ. En samt sem áður — og hér komum við að merkilegu
atriði - neyddist íhaldið til þess á Alþingi að samþykkja áskorun á Alþýðu-
198