Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 168
Tímarit Máls og menningar
FINNIST ÞÉR LAGT í RÚSTIR -
Náttúrlega segir það' harla lítið, í sjálfu
sér, um skáldið Þorstein frá Hamri, eða um
ágæti ljóða hans, að hver bók frá hans
hendi þykir sæta tíðindum. Hitt er varla
tilviljun ein að um það eru ljóðaunnendur
ekki allfáir sammála að honum beri sess
meðal ágætustu skálda okkar á síðustu
árum. Kvæðabók sú, sem hann lét út ganga
á síðastliðnu ári, staðfestir að mínu viti
þetta álit.1 Það verður, út af fyrir sig,varla
sagt að hún komi á óvart í þeim skilningi
að í henni sé leitað nýrra leiða um form
eða anda; sú eftirgrennslan, sem finna má
marga staði í fyrstu bókum Þorsteins, set-
ur ekki mark sitt á þessa. Kveðskapur verð-
ur ekki metinn eftir hraða nýjunganna og
ekki heldur eftir djarfleika tilraunanna,
nema síður væri gjarnan. Þorsteinn er
löngu fullþroska skáld og, það sem meira
er, honum liggur nóg á hjarta að kveða.
Fjarri er mér að segja að nokkurrar
stöðnunar gæti í þessari bók; vitaskuld
eru kvæðin misjöfn að gæðum, en bókin
er, í mínum augum, um flest eðlilegur
áfangi á markaðri braut. Mörg skýrustu
einkenni Þorsteins sem skálds birtast á
þessari bók, sum jafnvel afdráttarlausar en
í fyrri ljóðabókum hans. Enn sem fyrr
er styrkur hans fólginn í skýrum mynd-
hvörfum, fullum boðskapar; raunar gerist
þess vart þörf að benda á einstök dæmi,
en kvæðið Hattar er þó skemmtilega linytt-
ið og óvænt, og IJeiðin er gimsteinn.
Stíll Þorsteins er afar knappur, orðfár
og tungutak agað. Það er háttur hans að
stilla orðum sínunt svo í hóf að þau verða
því áleitnari sem hugsun og yrkisefni leita
ákafar á lesarann. Hins vegar er tæpast á
það ætlandi að skáldið komist öllu lengra
1 Þorsteinn frá Hamri: Veðrahjálmur.
Heimskringla 1972. 65 bls.
á þessari braut. Þetta tungutak virðist
bæði inngróið og eðlilegt, en gangi hann
feti framar gæti svo farið að mýkt kvæð-
anna viki. Þannig fæ eg, til að rnynda,
ekki botn í kvæðinu Hvaðan. Kveðskapur
er, alla vega, öðrum þræði söngur og mér
hefur lengi fundist einfaldleiki og fágun
hrynjandinnar einn meginkostur á ljóðutn
Þorsteins. Kvæði eins og Frétt og Gunnars-
hólmi á þessari bók sýna hvernig strengur-
inn er þaninn til ýtrasta, og hinum rétta
tóni náð á ntörkum þess að hann bresti.
Alveg aukalega verð eg að segja að
stundutn er eins og Þorsteinn frá Hamri
forðist eigin hagmælsku sína, sent er frá-
bær í gamalli, réttri og góðri merkingu
þess orðs, en af þeim dæmum sem þessi
bók geymir urn hefðbundna kveðandi og
ljóðstafi er ljóst að þessi hræðsla er
ástæðulaus með öllu, ef hennar er þá rétt
til getið. Nefna má Ég bý í deginum, Út-
legð eða Einn.
Það kentur engum á óvart, sem lesið hef-
ur fyrri ljóðabækur Þorsteins, hve miklu
táknrænu hlutverki veðurlýsingar gegna í
kvæðurn þessarar bókar. Á sama hátt er
þess að geta að á bókinni birtast ýmis
minni stef, janvel beinar tilvitnanir í gaml-
an kveðskap, svo sem í fyrri bókunum.
Atvik í fomsögum verða honum enn að
yrkisefni, og er fátt fjær lagi en að þessi
kvæði tali ekki til lesarans. Grettisfærsla
ýngri er skemmtilegt dæmi, eða er Þor-
steinn ef til vill að yrkja um sjálfan sig i
Stiklarstaðir? Hann telur sig enn eiga
Sigurði Breiðfjörð skuld að gjalda (Dönsk
lög), en þeim skáldntæringi skulda fleiri
sem þó þagað hafa yfir, og skal Þorsteini
þökk að meiri fyrir drengskapinn. Það er
vissulega bæði ánægjulegt og þó lærdóms-
ríkt hve söguefni em í góðri tísku meðal
ljóðskálda nú á tíð. Frábærustu söguljóð
Þorsteins fram til þessa em, að mínu viti,
í fyrri bókum hans, en engu síður en þau
310