Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar
að skapa gildismat fyrir þær bókmenntir, sem ná eiga til fjöldans. Hann hafn-
ar þeirri gagnrýni, sem hefur valdsmannslegt, staðlað og ósveigj anlegt við-
horf til bókmenntanna, sem setur lög utan frá án þess að taka tillit til veru-
leika lifsins, en hann hafnar einnig gagnrýnisleysinu, hlutleysi kaupmennsk-
unnar, hinu tölfræðilega afskiptaleysi sölumennskunar. Hinn fjölskrúðugi,
litli sýningarpallur hans á markaðstorginu hefur þann kost að hafna hvorki
návist hinna auðmjúku, hversdagslegu skemmtana fjöldans, né ábyrgð með-
vitaðs smekks, sem veit hvernig velj a ber.
Það er of mikið talað um hvernig „Ieiðbeina“ eigi við lestur og að „visa“
þurfi lesendum „veginn“. Þetta eru varasöm hugtök, sem hvað sem öðru líður
eiga ekkert skylt við hið eiginlega hlutverk gagnrýninnar, sem er að bera
vitni fremur en að fræða. Það er ekki hægt að finna gagnrýnanda það til for-
áttu þó að hann veiti fulltingi stefnum og markmiðum tiltekinnar hókmennta-
klíku: minnihlutahópar, og þó sérílagi minnihlutahópar, sem eru að leita
fyrir sér og gera nýjar tilraunir, verða að fá aðstöðu til að láta til sin heyra.
En jafnmikilvægt er fyrir aðra gagnrýnendur að skapa skilyrði til þess að
stærri hópar rithöfunda og lesenda geti komizt í kynni hvorir við aðra.
Arangurinn af því starfi er mjög háður sálfræðilegum og félagslegum per-
sónuleika þeirra, hlutdeild þeirra í hugsun og samfélagi þeirra tíma, sem þeir
lifa á. Því dýpri og kröftugri rótum sem gagnrýnandinn stendur í samtíð
sinni, þeim mun betur er hann búinn til að tala fyrir munn hins mikla fjölda
nafnlausra lesenda, sem hann er knýttur svo margvíslegum böndum. Því sann-
ara sem sjálfstæði hans er sem rithöfundar og frelsi hans sem manns, þeim
mun líklegri er hann til þess að geta gefið almenningi aðgengilega og skilj-
anlega mynd af bókmenntunum.
Þetta síðara atriði er mikilvægt, því að það er í ætt við nýjan mælikvarða
á gagnrýni, sem orðið hefur til fyrir áhrif nútíma fjölmiðla eins og kvik-
mynda, útvarps, sjónvarps og að nokkru leyti myndasagna. Nú á tímum
getur gagnrýnandinn talað til almennings fyrir hönd bókmenntanna, og hann
getur náð til almennings. Hann þarf ekki annað en að gerast skýrandi, líkt og
fréttaskýrendur. Nærfærin og útúrdúralaus könnun texta er geysilega áhrifa-
rík á sjónvarpsskerminum. Tilraunir til að skýra bókmenntalegt snilldarverk
í sjónvarpi eða úlvarpi eru ef til vill misþyrming á verkinu, en hún er þá í
sannleika af þeirri tegund misþyrmingar, sem við köllum „skapandi drottin-
svik“ (creative treasons). Kvikmyndaframleiðendur hafa jafnan hvatt fólk til
að sjá kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir bók, eftir að það hefur lesið
bókina. Ekki er síður hægt að mæla með því, að menn lesi bók eftir að hafa
266