Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 99
Framtíðarh orfur í bókaútgáfu
Tafla II.
Fjárfesting Normal útgáfa Takmörkuð útgáfa
Fastakostnaður $ 1.000 $ 1.000
Framleiðslukostnaður $ 3.750 $ 2.750
Auglýsingakostnaður $2.000 $ 1.500
Samtals: $6.500 $ 5.250
Söluverð pr. eintak $ 3,50 $ 3,50
Kostnaður pr. eintak
Sölulaun 1,50 1,50
Höfundarlaun 0,38 0,35
Beinn rekstrarkostnaður 0,10 0,10
Almennur rekstrarkostnaður Samtals: 0,65 2,63 1,95
Afgangur 0,87 1,55
Eintakafjöldi, sem $ 6.750,00 ber uppi kostnað $ 0,87 $ 5.250,00 7’759 $ 1,55 -= 3.388
hljóti hagnaður útgefandans að vega upp töp hans, því að tapi á hverri ein-
stakri bók eru takmörk sett, en hagnaði ekki. Jafnvel þó að útgefandinn kasti
fyrirhyggj ulaust neti sínu fyrir bókmenntaframleiðslu líðandi sttmdar, er
tölfræðilega öruggt, að innan um allt kóð óseljanlegra bóka, sem í netið
koma, séu öðru hverju nægilega margar miðlungs- eða metsölubækur til að
halda útgerðinni gangandi. Þetta á einkum við í löndum eins og Frakk-
landi, þar sem bókmenntalíf er bæði gróskumikið og fjölbreytilegt. Gerum
ráð fyrir, að franskur bókaútgefandi hafi lokið við að gera áætlun um út-
gáfu sína og að hún telji fimmtán samkynja verk. Fyrsta útgáfa af öllum
þessum bókum var 3000 eintök og heildarfj árfesting, þar með talinn hlaup-
andi kostnaður og almennur rekstrarkostnaður, nam 210.000 frönkum. Jafn-
vel þó að aðeins ein af þessum bókum sé endurprentuð og seljist í 100.000
eintökum, en hinar seljist ekkert (sem aldrei kemur fyrir), verður nettó-
hagnaður samt 90.000 frankar, eða 43%, sem verður að teljast mjög hag-
stætt. Ef við færum dæmið nær því, sem sennilegt má telja, og gerum ráð
fyrir, að af áætluðum 100 bókum seljist sjötíu að meðaltali í 200 eintökum,
tuttugu seljist upp í fyrstu útgáfu, níu seljist í 20.000 eintökum og ein í
100.000 eintökum, þá verður hagnaðurinn samt um 200.000 frankar af
1.400.000 franka heildarfjárfestingu.
16 TMM
241