Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 159
fágæta gjaldmiðlinum með viðeigandi til-
liti til hlutfallslegra þarfa aðila, alþjóð-
legrar efnahagslegrar stöðu yfirleitt og
annarra viðhlítandi sjónarmiða.“
Þegar sjóðurinn lýsir gjaldmiðil fágæt-
an, hlýzt af því tvennt. I fyrsta lagi er að-
ildarlöndum heimilað að setja höft á við-
skipti í fágætum gjaldmiðli á rekstrar-
reikningi. I öðru lagi kann sjóðurinn að
hiðja landið, sem hlut á að máli, að selja
sér hinn fágæta gjaldmiðil sinn við gulli
eða að lána sér hann allt að tiltekinni
upphæð, en samkvæmt stofnskránni er við-
komandi landi ekki skylt að verða við
beiðni sjóðsins.
Akvæði þessi heyra til undantekninga,
þar eð hlutverk sjóðsins er að stuðla að
upptöku óheftra alhliða viðskipta og
greiðslna á ný. Frá banninu við höftum á
viðskiptum og greiðslum á rekstrarreikn-
ingi, var einnig önnur undantekning. Sú
laut að milliskeiðinu eftir lok II. heims-
styrjaldarinnar.
viii. Skráning gengja aSildarlandanna
Jafnvirði gjaldmiðla er skráð í gulli eða
Bandaríkjadollurum. Um breytingar á jafn-
virði gjaldmiðla aðildarlandanna eru þess-
ar reglur í stofnskránni, (IV-5):
„(a) Aðili skal ekki gera tillögu um
breytingu á jafnvirði gjaldmiðils síns nema
í því skyni að leiðrétta grundvallar-mis-
vægi.
(b) Breyting á jafnvirði gjaldmiðils að-
ila verður aðeins gerð að tillögu aðilans og
aðeins eftir ráðfærslu við sjóðinn.
(c) Þegar breyting er til lögð, skal sjóð-
urinn í fyrsta lagi taka tillit til breytinga,
ef um nokkrar hefur verið að ræða, sem
átt hafa sér stað á upphaflegu jafnvirði
gjaldmiðils aðilans. ... Ef ráðgerð breyt-
ing, ásamt öllum fyrri hre)-tingum, til
hækkunar eða lækkunar,
AlþjóðLegi gjaldeyrissjóSurinn
(i) fer ekki fram úr tíu hundraðshlut-
um upphaflegs jafnvirðis skal sjóður-
inn engin mótmæli viðhafa; (ii) fer
ekki fram úr frekari tíu hundraðshlut-
um upphaflegs jafnvirðis, getur sjóð-
urinn annað hvort á hana fallizt eða
mótmælt henni, en skal lýsa yfir af-
stöðu sinni innan sjötíu og tveggja
stunda, ef aðilinn æskir þess; (iii) er
ekki innan (i) eða (ii) að ofan, getur
sjóðurinn annað hvort á hana fallizt
eða mótmælt henni, en skal eiga til-
kall til lengri tíma til að lýsa yfir af-
stöðu sinni;
(d) Sjóðurinn skal fallast á ráðgerða
breytingu, sent er innan skilmála c(ii) og
c(iii) að ofan, ef hann hefur fullvissað sig
um, að breytingin sé nauðsynleg til leið-
réttingar á grundvallar-misvægi."
Ef aðildarland breytir jafnvirði gjald-
miðils síns þrátt fyrir mótmæli sjóðsins,
skal það svift rétti til afnota af fjármun-
um sjóðsins, nema sjóðurinn ákveði annað.
Hugtakið um grundvallar-misræmi er ekki
skilgreint í stofnskránni. Aðildarlöndin
skuldbinda sig til að skrá ekki mörg gengi
samtímis á gjaldmiðli sínum án samþykkis
sjóðsins. Ef aðildarland heldur uppi þess
konar margfaldri gengisskráningu, skal það
ráðfæra sig við sjóðinn um leiðir til að
hverfa frá því háttalagi.
Sjóðurinn getur áskilið aðildarlandi að
leggja framheimildargögn, sem hann telur
sig hafa þörf fyrir. - Aðildarland getur
sagt sig úr Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum
með 'skriflegri tilkynningu.-
- Rætt er um jafnvirði gjaldmiðla í gulli
eða Bandaríkjadollurum, en um skipta-
gengi þeirra gagnvart öðrum gjaldmiðl-
um. Orðin jafnvirði og gengi eru þannig
nær samheiti. Ensku orðin „exchange"
og „foreign exchange" eru hér þýdd
gjaldeyris- eða gjaldeyrir.
301