Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 129
Framtíðarhorjur í bókaútgáfu
þeirra vísindalegu, tæknilegu og vélrænu hj álpartækj a, sem þróuS menning
hefur yfir að ráða, með samstilltu átaki allra þjóða heims, sem hafa mun
áhrif á ýmsa aðra þætti mannlífsins en landbúnað og matvælaöflun.
Ekki er heldur hægt að bægja hurt andlegu hungri með neinu öðru móti.
Kröfur einstakra rithöfunda og fágaður smekkur fagurkera og bókaunnenda
á heldur ekki að vega meira né meta minna, þegar við gerum áætlun um fram-
tíðina fremur en þegar um er að ræða tignarlegt látbragð sáðmannsins eða
sérþekkingu matreiðslumeistarans í umræðum á fundum hjá Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Við megum engu hafna, en við
megum heldur ekki þröngva neinu milli bókanna og lífsins, umfram allt
ekki goðsögulegum atriðum. Við lifum á þeim tímum, þegar miklu er af-
rekað með hópvinnu og aðstoð véla og fullkominna tækja. Við tökum þetta
gott og gilt, þegar um er að ræða listgreinar, sem þróazt hafa með tilkomu
fjölmiðla, svo sem útvarps, sjónvarps og kvikmynda, að ekki sé minnzt á
leikhúsið, þar sem beint samband er við áhorfendur og þar sem þessi regla
hefur að meslu leyti veriÖ tekin gild. Við verðum að taka upp sama hátt
gagnvart bókunum. IJess þarf naumast að geta, að lestur er þess eðlis, að
hann hlýtur ætíð að vera stundaður meira í einrúmi en aðrar tegundir
mannlegra samskipta eða listrænnar tjáningar, en hvorki einvera rithöf-
undarins né lesandans er í eðli sínu andfélagsleg. Hún er aðeins aðferð
þessara tveggja aðila til að finna hvor annan. Maður, sem situr einn við
lestur í stofu sinni, nýtur oft nánari félagsskapar en þó að hann væri að
horfa á kvikmynd innan um þúsund aðra áhorfendur í kvikmyndahúsi.
Það er þessi eðliskostur bókarinnar, sem við verðum að varðveita og hlúa
að. Útbreiðsla á hugverkum, ótakmörkuð og stöðug endurnýjun samskipta
meðal mannanna - það er hið sanna hlutverk bókarinnar. Ef hún hættir að
rækja það, gildir einu hversu fallegur gripur hún er og hversu dýrmætt efni
hennar er, þá er hún ekki lengur annað en úrgangspappír, sálarlaus fjár-
sjóður. Það mætti eins láta stein í hennar stað.
Tilvitnanir:
1 J. W. Saunders segir í bók sinni, The Frojession oj Engtish Letters, gefinni út af Rout-
ledge and Kegan Paul, London, 1964: „Meðalritlaun fyrir góða rómantíska skáldsögu
er í kringum £150.“ (bls. 241). Sjá einnig La rentabilité de la littérature eftir R. Es-
carpit, erindi flutt á 5. þingi Société frangaise de Littérature comparée, Lyon 1962.
2 Um vandann í sambandi við aukastörf rithöfunda, sjá grein Taha Husseins: The Writ-
cr in the World Today í The Artist in Modern Socicty (Alþjóðaráðstefna listamanna í
Feneyjum, 22.-28. sept. 1952), gefið út af UNESCO í París 1954, bls. 69-83.
271