Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 123
Framtíðarhorfur í bókaútgáj:■
litið sé niður á hann í hópi þeirra, sem lifa öðruvísi lífi en hann. og þá getur
svo farið, að hann gleymi þeim yfirþyrmandi raunveruleik hlutanna, sem
hann er fulltrúi fyrir, og sitji eftir með beiskju í hjarta og neikvæð viðhorf.
Jafnvel getur farið svo — og það er mjög alvarlegur hlutur - að hann neiti sér
um að taka þátt í gleði venjulegs fólks, af því að honum finnist hún niður-
lægjandi. Einungis miklir listamenn og mikilmenni geta skilið og gert öðr-
um skiljanlegt, að orð eins og „vinsæll“ og „alþýðlegur“ tákna ekki endilega
skort á verðleikum.
Gagnrýni og bókmenntaskoðanir.
f bók, sem er rík af tilfinningu og heilbrigðri skynsemi, vekur franski
gagnrýnandinn André Thérive máls á vandanum í sambandi við afstöðu gagn-
rýnenda til þess, sem hann kallar „infra-literature“, en aðrir kalla óæðri bók-
menntir eða það sem er á mörkum þess að geta talizt bókmenntir. Hann gerir
þetta á menningarlegan hátt, sem maður með hefðbundið mat á gildi bók-
mennta, en af athyglisverðri skarpskyggni. Enda þótt hann leggi ekki þjóð-
félagslegan mælikvarða á gildi bókmennta, dregur hann glöggt fram hið fé-
lagslega j afnvægisleysi, sem hafa muni áhrif á framtíð þeirra: „Eftir því
sem menntun verður almennari og þá um leið lestrarkunnáttan, fjölgar óð-
fluga hinum mikla skara almennra lesenda, er blandast hinum fámenna
hópi menntamanna, sem fyrir var.“3 Sérílagi gerir hann sér ljósa þá
þversögn, sem felst í þeirri staðreynd, að lækningin kunni að vera verri
en sjúkdómurinn og að lausn vandans skapi ný og enn alvarlegri vanda-
mál: „Bókmenntirnar munu aldrei komast í sátt við samfélagið meðan
samfélagið er sjálfu sér sundurþykkt, eða með öðrum orðum, án sam-
eiginlegra meginreglna og náttúrlegrar valdaskiptingar. Og þegar reglu
hefur verið komið á, mun almenningur án efa harma hið áhyggjulausa
stjórnleysi, sem nú ríkir, þar sem bókmenntirnar eru aðeins íþrótt, sem æ
færri iðka og minna er metin en körfuknattleikur.“4 Enda þótt André Thérive
kvíði fyrir sitt leyti hugsanlegri komu slíks samfélags án menntaðra stétta
og örvænti um framtíð þess, kýs hann fremur þá tegund frelsis, sem birtist í
viðvaningshætti hins sérfróða leikmanns: „Bókmenntagagnrýni er ekki dóm-
stóll, heldur fjölskrúðugur og nauðsynlegur sýningarpallur á markaðstorginu,
einhvers staðar á milli lukkuhjólsins, dýrasafnsins, sælgætisbúðarinnar og
draugahússins.“B
Þó að annað kunni að virðast, kemst André Thérive hér mjög nærri því
að benda á mannlega og lífvænlega lausn á þeim mikla vanda, sem felst í því
265