Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 87
Robert Escarpit
Framtíðarliorfur í bókaútgáfu
1. KAFLI: ÚTGEFENDUR í VANDA STADDIR
Skyndivinsœldir og bœkur með jafna sölu.
í frægum kafla í bók sinni Lettre sur le commerce de la librairie skrifaði
Diderot: „Þeir, sem láta stjórnast af almennum kenningum, gera sig sífellt
seka um þá heimsku að beita meginreglum fataframleiðslu á útgáfu bóka.
Þessir menn virðast álíta, að bókaútgefendur geti framleitt bækur með beinni
hliðsjón af sölu þeirra og að eina áhættan sé fólgin í sérvizkulegum smekk
lesenda og breytilegri tízku. Þeir gleyma þeirri staðreynd, að ekki er
hægt að selja bók á hóflegu verði nema gefa út af henni nægilega mörg
eintök - ef þeir gera sér þá nokkra grein fyrir þessu. Það, sem óselt er af
gamaldags varningi í vefnaðarvöruverzlunum, er enn nokkurs virði, en það,
sem eftir er af lélegri bók í geymslum útgefandans, er einskis virði. Við þetta
má bæta þeirri staðreynd, að af hverjum tíu vonarpeningum gefur einn arð
- og það er hreint ekki lítið - fjórir standa undir sér, þegar til lengdar lætur,
og fimm sýna tap, þegar upp er staðið.111
Þessi orð voru skrifuð í júní 1767. Síðan eru tvær aldir og þrátt fyrir allar
breytingar, sem orðið hafa á útgáfutækni og lestrarmáta almennings, eru þau
enn í fullu gildi. Snúum okkur fyrst að lokaatriðinu, sem Diderot nefnir
vonarpening útgefenda. Hann greinir á milli þriggja tegunda bóka: þeirra,
sem ná skjótri útbreiðslu; þeirra, sem ná viðunandi sölu, „þegar til lengdar
lætur“, og þeirra, sem bregðast í sölu. Hann telur, að hlutfallstala þeirra,
sem bregðast, sé mælikvarðinn á þá áhættu, sem útgefandinn verður að taka.
Að þessu leyti er ástandið nokkuð breytt nú á dögum. Forlög eru orðin stór
fyrirtæki með geysimikið fjármagn, sem gerir þeim kleift að dreifa áhættunni
á mikinn fjölda bóka.
Hitt er enn jafnsatt, að bók bregzt, ef útgefandi tapar öllum eða hluta af
þeim peningum, sem hann leggur í hana, og að hún heppnast, ef útgefand-
inn fær ekki einungis aftur það fé, sem hann hefur lagt í útgáfu hennar, held-
ur einnig ágóða, mikinn eða lítinn. Auk þess álíta útgefendur, eins og Did-
229