Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 111
Framtíðarhorfur í bókaútgáfu Sú staðreynd, að í heild eru bókaverzlanir sérstaklega sniðnar til að íullnægja þörfum tiltölulega fámennrar menntamannastéttar, sést glöggt af því, hvað þær gera fyrir nýútkomnar bækur. Þær eru settar út í glugga og hafðar frammi inni í nærri öllum bókabúðum. Þetta er glöggt einkenni á bókabúðum, því að nýútkomnar bækur fást aðeins í 60% bókabása og 10% sölustaða. En slíkar bækur, þ. e. bækur, sem komið bafa út á nýliðnu ári, eru einmitt sá bókakostur, sem menntaður lesandi velur úr að vandlega yfir- lögðu ráði og af þeim mótast bókmenntasmekkurinn á hverjmn tíma. Staðsetning verzlana af ýmsu tagi sýnir tilhneigingar í sömu átt. Bóka- búðirnar eru allar í verzlunarhverfum eða í nánd við menntastofnanir, svo sem abnenna skóla og háskóla, en sjást ekki við götur, sem verkamenn eiga að jafnaði leið um að og frá vinnu sinni. Umferðarmiðstöðvar (einkum og sér í lagi biðstöðvar strætisvagna), sem þeir eiga flestir leið um eða fram- hjá, eru í íbúðarhverfum í úthverfum borga eða í iðnaðarhverfum, þar sem undantekning er að bókabúð finnist. Jafnvel þeir, sem vinna í viðskipta- hverfum, eiga sjaldan leið um götur þar sem bókabúðir eru, að minnsta kosti ekki meðan þær eru opnar. Sölustaðir og bókabásar eru á hinn bóginn miklu dreifðari. Nokkrir þeirra eru svo til í hverju einasta hverfi. Það eru bókabásar á nærri öllum járnbrautarstöðvum, og sölustaðir eru oft í nánd við helztu biðstöðvar strætisvagna. Sérstaklega er athyglisvert, að á stöðum, þar sem verkamenn fara úr strætisvögnum eða lestum, og þó kannski enn frekar í eins konar hring kringum verzlunarhverfi, eru tiltakanlega margar tóbaksverzlanir, sem selja bækur. Ef við sleppum þeim mun, sem er á þjóðum að því er snertir menningar- ástand og þjóðfélagsgerð, má greina sama fyrirkomulagið alls staðar: tvenns konar dreifingarkerfi, sem beinist í tvær áttir, og hefur annað öll skil- yrði sem nauðsynleg eru til þess að kcma á og viðhalda menningarlegum samskiptum, en höfðar einungis til takmarkaðs hluta þjóðarinnar, hitt höfð- ar aflur á móti til þjóðarinnar í heild, en getur aðeins beint samskiptunum í eina átt. Augljóst er því, að engar raunverulegar fjöldabókmenntir geta orðið til og þróast, nema ábyrgir bóksalar, sem gera sér grein fyrir hlutverki sínu, fallist á að breyta viðhorfi sínu nægilega til þess að þjóna þeim mikla fjölda venjulegs fólks, sem hingað til hefur orðið að búa við það, sem kalla mætti „einræðiskennt“ dreifingarkerfi. Þetta mundi hafa í för með sér gerbreyt- ingu á öllu fyrirkomulagi í bókabúðum, endurmat á eðli og tilgangi bóka- 253
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.