Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 167
Umsagnir um bækur
FRÁSAGNIRÞÓRBERGS
I Frásögnum Þórbergs Þórðarsonar1 gefur
að líta nokkuð heillega mynd af ritgerða-
sniíðum hans um hartnær fjögurra áratuga
skeið, að fráteknum pólitískum ritgerðum
og ádeilum. Hér birtast að nýju gamlir
kunningjar sem fyrrum komu út sem sjálf-
stæð rit, Indriði miðill og Viðfjarðarundr-
in. Menn muna þá tíð að þegar Indriði
miðill kom út 1942 þótti sumum velunnur-
um Þórbergs lítið leggjast fyrir höfund
Bréfs til Láru og Islenzks aðals „að vera
á snöpum út um horg og bý eftir furðu-
sögnum af þessu tagi“, einsog komizt var
að orði í ritdómi um bókina í þcssu tíma-
riti. Ekki er ósennilegt að þeir hafi hugsað
eitthvað svipað um Viðfjarðarundrin, en
öllum mun þó hafa verið kær inngángur-
inn um Skottu og skipti hennar við mann-
inn sem átti orminn. Það mun mála sann-
ast að frásagnarhæfileiki Þórbergs njóti
sín ekki miður í þessum bókum en öðrum
verkum hans. Sínum augum h'tur hver á
silfrið, en hvort sem mönnum líkar betur
eða verr verður elcki fyrir synjað að yfir-
skilvitlegar furður hafa leingstaf verið í
för Þórbergs og gefið líf og ]it hans ágæt-
ustu verkum, hvort sem lesendur hafa verið
dús við þær eða ekki. Um efni og efnistök
1 Mál og menning 1972. 335 bls.
met ég þó flesta þætti Frásagna hærra en
Indriða miðil og Viðfjarðarundrin, ekki
sízt hina fróðlegu ritgerð Lijnaðarhœttir
í Rcykjavík á síðara hdmingi 19. aldar
sem mikilsvert var að fá á prent að nýju;
eða greinargóðar frásagnir um ströndin á
Horni og harðsótt fcrðalag með strand-
menn austanúr Oræfum til Reykjavikur;
og kostulegar greinar aftast í bókinni um
sérstæða alþýðumenn í átthögum höfund-
arins forðum daga, minnisstæðar síðan
Þórbergur flutti þær í útvarp fyrir fáum
árum.
Nokkra sérstöðu í bókinni hefur þáttur-
inn Uppskera lyginnar; en þar fer höfund-
urinn á kostum með kompás, sirkil og hæð-
armæli og skopast ótæpilega að sjálfum
sér og öðrum með hæfilegri ídýfu af eilífð-
arverum. Frásögn þessi hefst með kyrrlátu
spjalli á rakarastofunni hjá Kristjóni og
endar í yfirskilvitlegum skæruhemaði út-
um allan bæ. Hún er af því tagi sem sagt
er um einstaka þjóðsögu: „óekta, uppdikt-
uð“ - eða einsog fræðimenn segja um
sumar fomsagnanna: „virðist vera skáld-
skapurinn tómur, styðst naumast við arf-
sagnir að nokkm ráði“. Það verður ekki
lagt Uppskem lyginnar til lasts fremur en
framangreindum bókmenntum; en vægast
sagt er þar háskalega reimt.
Þorsteinn frá Hamri
309