Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 5
Kartajlan og konungsríkid miskunnar. Kaþólskir menn, yfirgnæfandi meiri hluti írsku þjóðarinnar, voru sviptir öllum pólitískum réttindum. Arið 1610 gerðu Irar í Ulster á Norðurírlandi uppreisn. Hún var bæld niður og tveir þriðju allra jarðeigna í héraðinu voru teknir eignarnámi og skipt á milli enskra og skozkra mót- mælenda. Þetta var upphafið að þjóðernislegri og trúarlegri skiptingu írsku þjóðarinnar. Grundvöllurinn var lagður að pólitískri meginreglu Bret- lands: að deila og drottna, og höfðu í því efni rómverska stjórnspeki að for- dæmi og fyrirmynd. Og á vorum dögum höfum við fyrir okkur afleiðingar þessarar stjórnarstefnu á forsíðum blaðanna og í fréttum annarra fjölmiðla. Líkum aðferðum var heitt annarsstaðar í landinu. Árið 1641 gerðu írar enn uppreisn, sem stakk sér niður um land allt. í fyrstu lotu tókst þeim að sigra ensku hersveitirnar, sem sendar voru til írlands og í borgarastyrjöld- inni skipuðu þeir sér við hlið konungsvaldsins. Það voru dapurleg örlög írsku þjóðarinnar, að sögulegar aðstæður skyldu knýja hana til að setjast á bekk með þeim aðilum, sem reyndu að stöðva rás sögulegrar framvindu. Þegar Cromwell hafði sigrað heri hinna konunghollu fór hann með her manns til írlands. Hann kæfði uppreisn íra í blóði. Margar þúsundir íra voru seldar í ánauð, enn fleiri voru reknir af jörðum sínuin, en mótmælenda- trúarmenn settir á jarðnæði þeirra. írar voru sviptir þjóðþingi sínu, en hrepptu það raunar aftur eftir byltinguna 1660, þegar Stúörtimum var steypt af stóli. Jakob II. Stúart, sem misst hafði kóngstign og völd freistaði þess að nota írland sem móðurskip til þess að ná aftur völdum á Englandi. Hann hafði verið neyddur til að fara frá völdum á Englandi, en 1689 hélt hann til írlands og var í fararbroddi fyrir frönskum her, sem hinir írsku inn- byggjendur tóku tveim höndum. En ekki var ár liðið er írsku uppreisnar- mennirnir höfðu verið gersigraðir af hersveitum Vilhjálms af Óraníu og tveimur árum síðar var kyrrð komin á í landinu. írska þjóðin var ofsótt miskunnarlaust, fjölskyldur í þúsunda tali voru reknar af jörðum sínum og kaþólskir menn voru ofsóttir og svívirtir í nafni hinna svo kölluðu refsilaga. Allar írskar atvinnugreinar, sem gátu haft í fullu tré við enskan iðnað, voru lamaðar. Bannaður var útflutningur á írskum ullarvörum fyrir þá sök, að enskar ullarvoðir fengu ekki keppt við írskan vefnað á mörkuðum Evrópu. Enska þingið lagði útflutningsbann á írska dúka í þessu skyni. Á dögmn Cromwells voru 8 kaþólikkar á hvern mótmælendatrúarmann, en í lok 17. aldar var hlutfallið 4 á móti einum. Á 18. öld varð enska drottnandi mál á írlandi. Jarðir söfnuðust á hendur enskra jarðeigenda, en írar urðu ýmist vinnumenn eða leiguliðar. Margir hinna ensku gósseigenda höfðu ekki annað 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.