Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 84
Tímarit Máls og menningar meiri hluti þessa fólks flúði land til að komast hjá því að verða brytjað niður.“ Palestínskir Arabar hafa löngum þótt skara fram úr fyrir andlegt atgervi sitt og menntun. Meðal þeirra hefur verið að finna tiltölulega fleiri mennta- menn en annarra Araba á síðari tímum og skáld eiga þeir mörg og lista- menn. Þetta fólk hefur nú í aldarfjórðung orðið að búa við kjör hins út- skúfaða manns, feiknlega fátækt og skort alls þess, sem við teljum til brýn- ustu lífsnauðsynja. Hin ísraelska herraþjóð hefur leikið þetta fólk eins og Júðar léku óvini sína á dögum Ahasverusar - eftir geðþekkni sinni. Allt hefur verið frá því tekið, land þess og eignir; neyð þess er meiri en menn fá skilið - en þó er sú kannski stærst, að enginn virðist vilja hlusta á hróp þess eftir réttlæti, það er orðið skotspónn haturs og fyrirlitningar á Vest- urlöndum, af því að það hefur í algjörri örvæntingu gripið til þeirra sömu ráða - til að vekja athygli heimsins á sér - og það hefur sjálft verið beitt öll þessi ár - ofbeldis. En samtíð okkar er vandfýsin, þegar hún velur sér þá er miskunnar henn- ar skulu verðir, engu síður en hún virðist fundvís á, hverju skuli hneykslazt á og hverju skuli gleymt. II I bók Alberts Einsteins: Out of My Later Years er merkileg grein um orsakir Gyðingahaturs og andsemítisma. Greinin hefst á þessa leið: „Mig langar að segja ykkur ævaforna dæmisögu með smávægilegum breyt- ingum, dæmisögu sem skýrir á ljósan hátt undirrót Gyðingahaturs. Hj arðsveinninn sagði við hestinn: „Þú ert göfugasta skepna jarðarinnar. Þú átt skilið að lifa sældarlífi og óhultur og hamingja þín væri líka mikil, ef ekki væri ólukkans hjörturinn. En hann hefur frá barnæsku þjálfað fót- fimi sína til þess að verða þér frárri. Hann kemst því á undan þér að vatns- bólunum. Hann og hyski hans þamba upp allt vatnið, en þig og folöld þín þyrstir. Vertu hjá mér! Með vísdómi mínum og árvekni skal ég losa þig úr hörmulegum og niðurlægjandi viðjum.“ Hesturinn féllst á þetta, blindaður af öfund og hatri á hirtinum. Hann lét hjarðsveininn leggja við sig beizlið. Hann glataði frelsi sínu og varð þræll hjarðsveinsins. Hesturinn í þessari sögu táknar þjóð og hj arðsveinninn stétt eða hóp manna, sem leitast við að ná öllum völdum með þjóðinni, hjörturinn aftur á móti er ímynd Gyðinganna. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.