Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar þessar andstæður með því að bera saman upphafssetningarnar í tveimur frönskum skáldsögum. Fyrsta setning skáldsögu er ákaflega mikilvæg. Hún er eins konar yfir- lýsing höfundar um hvert samband hans er við heiminn. Auðvitað geta verið þar upplýsingar er varða söguþráðinn, en í henni felst miklu meira. Fyrsta setning / leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust, „Lengi vel gekk ég snemma til hvílu.“, skiptir sáralitlu máli fyrir söguþráðinn. Samt sem áður er nánast allt verkið þarna, þ.e. ákveðið samband við heiminn, sem ég vil kalla frumspekilegt (metafýsískt) eða verufræðilegt (ontólógískt) sam- band. I þessu sambandi við heiminn koma fram þær tvær grundvallar spurningar sem maðurinn leggur fyrir sjálfan sig: „Hvað er heimurinn?“ og „Hvað er ég í þessum heimi?“ Setningarnar tvær, sem ég ætla að stilla upp sem andstæðum, eru báðar úr frönskum skáldsögum. Onnur er úr Utlendingnum eftir Albert Camus, sem út kom 1942. Hin er úr Louis Lambert eftir Honoré de Balzac, en sú saga er frá árinu 1827, þ.e. rétt um það leyti sem borgarastéttin var að hrifsa til sín völdin í Frakklandi. Hér er setning Balzacs: „Louis Lambert fæddist 1797, í Montoire í Ven- dömois héraði, þar sem faðir hans rak meðalstóra sútunarstöð." Fyrir utan þær upplýsingar sem þessi setning veitir okkur um sjálfan söguþráðinn, er í henni einhver þéttleiki, einhver harka, sem segir okkur um leið hvert samband Balzacs er við heiminn. Það er gefið mjög sterklega í skyn að heimurinn sé sjálfum sér samkvæmur, að hann hafi merkingu, og að sögumaður sé hæfur vegna þess að hann skilur merkingu heimsins. Líklega skrifar hann af því hann skilur heiminn. Balzac ætlaði sér að skrifa La Comédie humaine, þ.e. fullkomna og tæmandi lýsingu á öllu því sem fram fór í frönsku samfélagi á hans dögum. Hann vildi draga upp mynd af hverri stétt, manngerð, starfsgrein, o.s.frv. Það sem gerði Balzac að miklum rithöfundi var að hann var eins og sjálf- skipaður guð yfir þessum heimi. Hann þekkti merkingu hans og gat því útskýrt hann. Það er heldur ekki hægt að segja að ofanskráð setning sé ekki sönn. Það er eins og sannleikurinn hafi orðið. Hún býr yfir svo mikilli vissu að ekki er unnt að rengja hana. I frönsku eru tvær þátíðir. Önnur notast í daglegu máli og kallast passé composé eða indéfini, þ.e. samsett eða óákveðin þátíð. Hin er aðeins notuð í ritmáli og nefnist passé simple eða défini, þ.e. einföld eða ákveðin þátíð. Hún getur líka verið kölluð passé historique, eða söguleg þátíð. Balzac notar ákveðnu sögulegu þátíðina, eins og vel flestir rithöfundar, jafnvel enn 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.