Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 95
Darnd til ab hrekjast kvenna í bókmenntum.25 Julia Kristeva tengir sjálfsmorðið við misheppn- aða tilraun kvenna til að sætta symbólska kerfið og það semíótíska, kerfið og kóruna. Hún telur að konur svipti sig lífi vegna þess að þær geti hvorki gengið inn í þá kvenmynd sem karlveldið býður né losað sig undan henni. Hinar semíótísku hvatir verða of sterkar: „if no paternal legitimation comes along to dam up the inexhaustible non-symbolized drive, she col- lapses into psychosis or suicide.“26 Þegar Alda fer úr sjónmálinu, hefur hún ekki lengur neinn stuðning af lögmáli föðurins og hún deyr. Það er mikið um dauðamyndir í Tímaþjófnum. Þegar Alda er á leið heim af skólaballi „í ullarsokkum, bomsum og á siffonkjól undir tvídkápunni" (16) fer hún um kirkjugarðinn: „Og það brakaði í snjóskorpu á leiðunum“ (16). Nafnið hennar er til áður en hún kemur í heiminn „á litlum legsteini í ættargrafreitnum“ (14): Eg ólst upp við að skoða það, hissa og fegin að þarna var ég ekki, bara nafnið mitt. (14) Þessar myndir sýna oft mók og dorm í láréttri stöðu, óminni í drykkju, og þær tengjast gjarnan bæði ákveðnum stað og tíma: Æ þarf nú að vakna. Hvaða djöfuls dagur er? I hvaða borg?. . . Má ekki Alda bæla sig í dag. Fá kaffi í bólið. Hafa lakið við kinn. I móki og dormi. (118) Dauðaþráin er fyrir hendi í allri bókinni, en hún verður fyrst að veru- leika þegar symbíósan við karlmanninn bregst, Alda er rekin úr sjónmáli, ást og samfélagi. Þér líkaði aldrei að beyra mig hheja Alda ferst, en textinn gerir uppreisn. Það gerir hann m.a. með orðræðu skortsins, eða neikvæðisins, sem Julia Kristeva telur að sé eitt meginein- kenni á skáldlegu máli og tengja má orðræðu kvenna.27 Með þessu séu þær að taka á sig neikvætt og um leið ögrandi hlutverk gagnvart því samfé- lagskerfi sem þær ráða engu um. Þær samþykkja það ekki. I Tímaþjófnum kemur þessi orðræða m.a. fram í mikilli notkun neitandi orða eins og ekki, aldrei, enginn, og eins áherslu á það sem ýmist ekki er, aldrei varð eða er ekki lengur: Ekki kennari einsog ég, segi ég. Ekki á skrifstofu einsog ég, segir Alma. (12) 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.