Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 115
Að vera tvíkynja og deyja aldrei hringdans. Hundur gelti. Laure leit aftur á sessunauta sína. Eintómt kossa- flens, káf, ekkert nema löggild látalæti!“ D. S.: A vissan hátt má segja að þarna sé kvikmyndatækni beitt, rétt er það. En síðasta setningin víkur frá tækni kvikmyndarinnar. Til að byrja með er eins og kvikmyndavél sé á hreyfingu og nemi allt. En þetta er bara ekki kvikmyndavél, heldur rödd sögumanns. Það er tvennt ólíkt. Setningu eins og „löggild látalæti!" væri aldrei hægt að segja í kvikmynd. Það er rétt að ég nýti mér ýmis tækniatriði kvikmyndarinnar, en það er að vissu leyti til þess að sýna hve takmörkuð hún er. Nú eru uppi áform um að kvikmynda Skugga af lífi, en ég veit ekki hvort ég á að leyfa það, því að ég veit að í kvikmyndinni verður aldrei hægt að segja „löggild látalæti!“. F. R.: Víkjum nánar að nýjustu skáldsögu þinni, Skugga af lífi. Þetta er fyrst og fremst ástarsaga, er það ekki? D. S.: Jú, það er rétt. Þetta er ástarsaga, en um leið hugleiðing um ástina. Bókin er hvorki heimspekileg né full af kenningum, en ég held samt að undir yfirborði frásagnarinnar sjálfrar sé að finna annað lag: hugleiðingu um ástina. Hitt meginviðfangsefni þessarar skáldsögu er mér líka afar hugleikið, en það er hugleiðing um bækur, um menninguna sem slíka. F. R.: Áður en við förum nánar ofan í söguna er ég að hugsa um að reyna að draga efni hennar saman svo að lesandinn átti sig betur á spjalli okkar. Sagan fjallar um konu og mann sem verða ástfangin. Maðurinn, Pierre, er bókmenntakennari. Hann er á miðjum aldri, vel giftur konunni Annie, á með henni börn og lifir sléttu og hamingjuríku lífi, a.m.k. að því er virðist utan frá séð. Laure, ástkona hans, er talsvert yngri en hann. Hún vinnur á bókasafni og unir líka að því er virðist hag sínum vel þegar sagan hefst. Skáldsagan fjallar svo um ástarsamband Pierre og Laure, ástríður og átök þeirra á milli. Persón- urnar virðast ofur venjulegar og stíllinn er látlaus. Hvers vegna? D. S.: Eitt af helstu metnaðarmálum mínum sem rithöfundar er að dæla nýrri merkingu í daglegt mál. Eða öllu heldur: minna á að það mál sem við köllum daglegt hefur fjölskrúðugri merkingu en fólk heldur. Þannig er ég fremur að minna á en búa til. Þú segir persónurnar vera „venjulegar", en ég er nú ekki alveg sammála því. Engin manneskja er „venjuleg“, við erum öll einstök. Ef vel er að gáð finnst fjársjóður í hvers manns sál. Starf skáld- sagnahöfundarins er að finna þann fjársjóð og fella hann í orð. F. R.: Er einhver sérstök ástæða fyrir nafngift persónanna? D. S.: Þessi skáldsaga er svo sem ekki troðfull af táknum, en nafnið á Laure er vitaskuld ekki út í bláinn. Laure er nafna konunnar sem Francesco Petrarca, ítalska ljóðskáldið góðkunna sem uppi var á 14. öld orti um. Hann var trúbador sem felldi hug til hefðarkonunnar Laure de Noves. Hann orti til 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.