Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 134
Tímarit Máls og menningar ingu fyrir andlegum verðmætum. Einn- ig virðist hæpið að kalla það hughyggju þótt Halldór hefji manninn á guðastall í hinni skeleggu ádeilubók sinni því það er spurning um orðfæri fremur en hug- myndafræði. I Alþýðubókinni ræðir Halldór tals- vert um kristna trú og sína eigin trú. Höfuðniðurstaða hans er sú að trúar- brögð séu úrelt táknmál og hafi vísindin eða raunhlítara táknmál komið í þeirra stað. Þegar hann segir t. d. að guð hafi skapað jörðina og öll hennar gæði handa öllum er hann því að nota tákn- mál skiljanlegt lesendum en ekki að tjá tryggð sína við kristinn hugsunarhátt. Sigurður segir að „Halldór bæði undir- byggi og réttlæti sósíalíska boðun sína í Alþýðubókinni með guðsorði“ (55; sbr. 45) - en hér gildir hið sama: Halldór styðst við táknmál sem hann hafði á hraðbergi sakir menntunar sinnar og notar trúarleg hugtök sem líkingar. Hitt er svo annað mál að þær siðferð- ishugmyndir sem lágu að baki sósíal- ismanum áttu ákaflega margt sammerkt með kristnu siðgæðismati, og mörgum forvígismönnum beggja stefnanna var þetta ljóst. Og á sama hátt er það líka ljóst að kynni Halldórs af kristnum dómi voru ákjósanlegur jarðvegur fyrir sósíalisma hans á fjórða áratugnum. Kristin áhrif eru án efa sterk í Alþýðu- bókinni, en þau birtast fremur í siðfræði höfundar og stílbrögðum en frumspeki. Mér virðist að ein ástæða þess hve Sigurður Hróarsson gerir mikið úr því að hughyggja sé áberandi í Alþýðubók- inni sé sú að hann vill sýna fram á að TRU (það orð hefur hann nokkrum sinnum með hástöfum til áhersluauka) hafi haft meginþýðingu í þjóðfélagsvið- horfi Halldórs Laxness. A einum stað kemst hann meira að segja svo að orði að nauðhyggjuna, vísindakredduna og óvefengjanlega stefnumótun sovéskra valdhafa megi „heimfæra (. . .) undir TRÚ“ (123), sem að vísu er einkenni- lega að orði komist. „Var sósíalismi Halldórs árið 1932 byggður á trú?“ spyr hann (58) og svarar: Eins og komið hefur fram taldi Halldór að sósíalismi sinn á þessum árum byggðist á vísindalegri vissu - þ. e. hreinni andstæðu trúar. En eins og Halldór bendir réttilega á í Skáldatíma byggist einmitt þessi af- staða, þ. e. a. s. vísindahyggjan („marxisminn") og Sovétdýrkunin (samkvæmt samtíma skilningi Hall- dórs var þetta tvennt óaðskiljanlegt), alla tíð á gagnrýnislausri TRÚ (58). Lesandanum er nokkur vandi á hönd- um að átta sig á merkingu hugtaksins TRÚ hjá Sigurði. Allir menn trúa ein- hverju, enginn maður getur verið svo gersamlega trúlaus að hann vefengi hvaðeina, sjálfan sig, skynjun sína, alla tilvist, nema bilaður sé. I svo víðtækum skilningi hefur viðhorf Halldórs Lax- ness (sem annarra) vitanlega byggst á trú. En sé t. d. átt við trú á guð í mannsmynd eða líf að lífinu loknu þá er strax orðið hæpið að TRÚ hafi haft verulega þýðingu í sambandi við stjórn- málaskoðun Halldórs. Eigi maður aftur á móti að skilja TRÚ og vissu sem and- stæður er farið helst til djarflega á skjön við venjubundinn skilning. Sá sem fellst á fullyrðingu sem gengur í berhögg við staðreyndir er e. t. v. asni en ekki nauð- synlega trúmaður. Halldór var hvorki haldinn trúhneigð né heimsku þegar hann skrifaði um Sovétríkin. Hins vegar var hann auðtrúa - eins og hann bendir sjálfur á í Skáldatíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.