Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 29
hlutunum öfugt farið. Að vissu leyti, með varnöglum, á við í tilviki Skúla
þetta gamla með að snúa böli í blessun í anda kristindómsins.
En trúarbrögð, vel á minnst — Skúli hafði sínar efasemdir um kirkju og
kristindóm, og þær sterkar. Hinsvegar var hann þaulkunnugur Biblíunni og
Jóni Vídalín frá unga aldri, og sálmaskáldið Hallgrím Pétursson virðist hann
hafa kunnað nánast utan bókar. í þessi rit vitnar hann þráfaldlega í skrifum
sínum, og raunar er ritháttur hans allur markaður orðfæri Heilagrar ritn-
ingar, svo langsótt sem það nú má virðast í fyrstu, þar sem allt í stíl hans
sýnist jarðbundið og laust við að „stanga skýin“. Og þannig er það líka, en í
einni af sínum skemmtilegustu greinum segir hann af þeirri ætlun sinni sem
unglingur að gerast prestur. Hann tilgreinir öll atvik í gamansömum tón, en
gamninu íylgir nokkur alvara, og oft hefur verið undarlega skammt á milli
tilhneigingar ungra manna til geistlegheita og skáldsýna. Furðu víða má lesa
í ævisögum skálda að hugur þeirra hneigðist á unglingsárum til prestskapar,
ekki bara meðan guðífæðinám var nánast eina skólaganga sem bauðst hér,
heldur löngu eftir það. Yfirleitt mun þetta þó hafa rjádast af skáldunum
þegar árin liðu ...
Hvað sem því líður varð Skúli nú ekki prestur (og reyndar ekki skáld
heldur í þrengsta skilningi þess orðs), og sem áður segir gerðist hann síðar
mjög gagnrýninn á forsvarsmenn guðdómsins, skrifaði nokkrar mjög skarp-
ar ádeilur á kirkjuna sem stofnun, og þjóna hennar. Að nokkru leyti fetaði
hann þar í fótspor eldri manna, svo sem Þorgils gjallanda, sem aftur er sagt
að hafi steypt sín vopn upp úr brotasilfri Brandesar. Sannleikurinn er
hinsvegar sá að Skúli og Þorgils eiga það sammerkt að gagnrýni þeirra er ekki
byggð á heimspekilegum og samfélagslegum kenningum annarra, heldur rís
hún á þeirra persónubundnu reynslu í litlu samfélagi, sem enn var fast
njörvað meðan Skúli hvessti sín spjót. En meginaflið í ádeilu Þorgils fékk
útrás í sögum hans. Skúli beindi skáldgáfu sinni fýrst og fremst inn á brautir
þátta og greina; því skáldgáfu hafði hann og nýtti, þó á annan veg væri
mestanpart. Hefði Skúli skrifað sögur, benda sumir kaflar í ritum hans til
þess að þær hefðu borið allt að því rómantískan blæ, meðan það voru greinar
Þorgils sem margar hverjar voru sveipaðar þeim kufli; svipmyndir úr fjalla-
sveitinni í tunglskini o.s.frv. Annars eru þessir tveir menn ekki nema að sumu
leyti líkir, ég ber þá saman að hluta til vegna aðstæðna þeirra sem á margan
hátt voru svipaðar, en skáldið frá Litluströnd hélt að vísu sýn til ytra
heimsins. Þó Skúli hafi ekki látið frá sér fara kvæði í bókarformi, væri
mögulega jafn nærtækt að finna hliðstæður í lífssýn og heimaofinni heim-
speki Stephans G. Stephanssonar, þar sem trú og efi kallast sífellt á; uppruna-
leg trúhneigð, sú sem finnst í sálum allra manna, hvaða trúarbrögðum sem
TMM 1996:2
27