Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 75
Ágúst Þór Árnason Jóhann Páll Árnason Jóhann Páll Árnason er fæddur á Dalvík 1940. Hann lauk stúdentsprófi ffá Menntaskólanum á Akureyri árið 1958 en að því loknu lagði hann stund á tékknesku einn vetur en frá árinu 1960 til 1966 nam hann heimspeki, félagsfræði og sagnfræði við Karls háskólann í Prag. Veturinn 1967-68 kenndi Jóhann við Menntaskólann á Akureyri en endalok „vorsins“ í Prag komu í veg fyrir að hann snéri aftur til Tékkóslóvakíu til doktorsnáms. Haustið 1968 hóf Jóhann nám í háskólanum í Frankfurt am Main undir handleiðslu hins þekkta félagsfræðings og heimspekings Júrgens Habermas. Doktorsritgerð hans Von Marcuse zu Marx - Prolegomena zu einer dialekt- ischenAnthropologievar gefin út hjá Luchterhand árið 1971. Jóhann fékk styrk til að stunda rannsóknir við Humboldt stofnunina 1970 til 1972 en frá árinu 1972 til 1975 kenndi hann félagsfræði við Háskólann í Heidelberg. Jóhann lauk „habilationsgráðu“ (doktorsgráða hin meiri sem veitir réttindi til að taka við prófessorsstöðu í Þýskalandi) 1975 með bókinni Zwischen Natur und Gesellschaft, Studien zu einer kritischen Theorie des Subjekts sem kom út hjá Europáische Verlagsanstalt 1976. Frá árinu 1976 hefur Jóhann Páll kennt félagsfræði við La Trobe háskólann í Melbourne í Ástralíu þar sem hann er prófessor. Rannsóknir Jóhanns hafa verið á sviði stjórnmálaheimspeki, sagn- fræði og félagsfræði og hafa markast af gagnrýnu viðhorfi til nútíma samfé- lagshátta. Helstu bækur hans, aðrar en þær sem þegar hafa verið nefndar, eru Praxis und Interpretation: Sozialphilosophische Studien (Frankfurt am Main 1988) og The Future thatfailed: Origins & Destinies of theSoviet Model (Routledge 1993). Nokkrar greinar um nútímasögu og stjórnmál eftir Jó- hann birtust í tímaritum og blöðum hérlendis á árunum fyrir og eftir 1970 en frá því að hann fluttist til Ástralíu hefur nánast ekkert sést eftir hann á íslensku. Árið 1993 var Jóhann fenginn til að halda fyrirlestur á heimsþingi réttarheimspekinga sem haldið var í Reykjavík það árið. Fyrirlesturinn, sem fluttur var á ensku, var gefinn út í Huga, tímariti áhugafólks um heimspeki, í þýðingu Ágústar Hjartar Ingþórssonar. Sumarið 1995 kom Jóhann aftur hingað til lands og þá í boði Norræna sumarháskólans. Flutti hann í það skiptið þrjú erindi á vegum skólans, þar af eitt í Ráðhúsi Reykjavíkur og var TMM 1996:2 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.