Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 51
teikningar af því hvernig söngvararnir skuli haga sér á sviðinu. Má til gamans
nefna að í lok verksins rýkur bassinn út og skellir á eftir sér hurðum.
Að loknu einleikaraprófmu gerðist Þorsteinn skólastjóri Tónlistarskólans
í Ólafsvík veturinn 1974-1975. Þó gafst í erli dagsins tími til að komponera
eitt verk. Fékk það heitið Taija — sem er heiti án þýðingar. Verkið var flutt í
Helsinki árið 1975 og er skrifað fyrir barnakór, kontraalt og dimma tréblás-
ara. Það er í senn dramatískt, lýriskt, húmorískt og glaðlegt. Hljómmyndin
byggir, eins og svo oft síðar í verkum Þorsteins, á tónölum hendingum sem
lagðar eru í einskonar „akústískt" hreiður sem gefur aðalröddinni hverju
sinni oft sérstakan „lit“. Einnig birtast í verkinu hinar öfgafullu andstæður
milli hárra og djúpra hljóða; djúpar hljóðfæraraddir á móti björtum barna-
röddum. Altröddin brúar svo bilið milli þessara heima. Fullur af íslensku
sjávarlofti að loknu vel heppnuðu starfsári „undir jökli“, og reynslunni ríkari,
tók hann stefnuna á Bandaríkin til frekara framhaldsnáms. Fyrir valinu varð,
eins og hjá mörgum íslenskum tónlistarnemum í gegnum árin, University
of Illinois.
Fyrsta pöntun á tónverki til Þorsteins kom frá Ny Musikk í Noregi og var
verkið skírt Mosaic, fýrir strengjakvartett og blásarakvintett (1975) en það
er samið á fyrsta námsári Þorsteins við University of Illinois undir hand-
leiðslu Edwin Lonon. Þær hugmyndir sem Þorsteinn kastar fram í þessu
verki, serielar keðjur, klusterhljómar úr fjórum tónum, aleatorik og annað
eru ekki ólíkar því sem heyra má í verkinu Ever Changing Wave, sem í dag er
orðinn hluti óratoríunnar Psychomacia.
Var Mosaic verkið frumflutt í Noregi og tekið síðar til flutnings á Norræn-
um Músíkdögum í Svíþjóð árið 1978. Eru þessi nefndu verk meðal frum-
smíða Þorsteins á tónsmíðabrautinni. Við nánari hlustun á þessi verk, má í
dag heyra hversu snemma brautin var lögð í þeirri hljómmynd, tónsmíða-
tækni og vinnsluaðferðum sem síðar áttu eftir að verða að leiðarljósi. Það
leynir sér ekki að tónskáldið hefur ákveðinn stíl og tækni í tónsköpun sinni,
sem þó er of flókin til að fara nánar út í hér.
Framhaldsnám í Bandaríkjunum
Sem áður sagði, lauk Þorsteinn einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík árið 1974. Eftir komuna til Bandaríkjanna hélt hann áfram
píanónámi, en sem aukagrein (minor), en sem aðalgrein (major) valdi hann
tónsmíðar. Við skólann var m.a. kennd tölvutónlist, inngangur að tölvufræð-
um og allt í tengslum við uppbyggingu hljóðsins — sónólógíu. Aðstæður á
þessum árum voru frekar erfiðar og vinnsluferill hægfara miðað við í dag.
TMM 1996:2
49