Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 21
Er þetta meðvituð andstœða milli þessara tveggja kvenna?
Það var ekki beint meiningin að skrifa bók um einhverja hvunndagshetju,
Harpa varð bara þannig, og það er dálítið leyndardómsfullt. Ég var að tala
um að vinkona mín hefði gefið mér stað, en ég veit ekki hvaðan Harpa kemur.
Égþekki ekki nokkra manneskju sem hefur lent í svipuðum kringumstæðum
og hún, heldur ekki það að vera fæddur svo exótískur í útliti að maður efist
um að þessi rammíslenski faðir geti verið pabbi manns. Þetta er mikið drama
fyrir fólk, að gruna frá því að það var lítið að sá sem allir segja að sé pabbi
geti alls ekki verið það; að það sé eitthvað sem snertir þess innsta kjarna sem
er ekki satt, því þetta hefur náttúrulega á einhvern hátt með sannleikann að
gera og tilfinninguna fyrir sjálfum sér. Svo má lesa þetta sem sjálfsleit, allir
eru að leita að sjálfum sér á einhvern hátt.
Sjálfsleit er rauður þráður í gegnum feminismann, og þá sérstaklega í því
samhengi aðkonur eru að leita að sjálfum sér ogsjálfi í karlaheimiþar semþær
hafa verið skrifaðar út úr sögunni lengst af; sjálfsleitin tekur þá oft á sig það
form að konur eru að skrifa sig inn á ný, leiða að týndum texta — hjartastað
— eða að endurskrifa sig með því að líta til baka og skoða söguna upp á nýtt.
Sjálfsleiterþemasem ersterktíTímaþjófinum ogljóðabókunumþínum ognú
dúkkar það aftur upp í Hjartastað.
Sjálfsleitin er eitt af mörgu sem þýðir ekki að skrifa beint um. Það að gera
Hörpu óvissa og gruflandi um sitt rétta faðerni er að einu leyti leið til að gera
sjálfsleitina áþreifanlega og bókartæka eða textatæka. Þessi leit er svo öðrum
þræði ævintýri, ævintýrið í hversdeginum og undrið að komast að einhverju
nýju og óvæntu um sjálfan sig.
Þá höfum viðfarið hringinn ogsnúið aftur til Hjartastaðar. Þú segist hafa lesið
þér til um Austfirði, en hvað með önnur málefni í bókinni, eins og til dœmis
vandrœðaungli nga ?
Já. Ég rannsakaði ýmsar ytri aðstæður, en ég rannsakaði aldrei neitt í
sambandi við samskipti vandræðaunglinga við foreldra sína. Ég ákvað að
staðreyndir um einstök tilfelli mundu flækjast fyrir mér, ég vildi frekar reyna
að ímynda mér þetta tilfinningaferli heldur en að fá einhverja konkret sögu
af því. Fólk sem hefur lent í svona hremmingum hefur lesið þetta og það sér
ekkert vitlaust við þetta. Ég held að veruleikinn geti flækst fýrir skáldsagna-
höfundi ef hann er tekinn of stíft. Þar að auki er það mitt starf að ímynda
TMM 1996:2
19