Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 43
þagði og hringdi fyrir hann á leigubíl. Þegar hann steig inn í bílinn ákvað hann að taka ekki rútuna til Keflavíkur heldur láta aka sér. Um nóttina hafði gert él, á jörðinni var létt föl sem huldi landið sem kom betur í ljós en ef það hefði verið auð jörð og hann virti fyrir sér í aftursætinu hvernig fölið laðaði fram eðli hennar líkt og þegar konur fara í tískukjóla og karlmenn láta á sig grímu. „Létt föl á jörð,“ hugsaði hann en sagði það víst upphátt, því bílstjórinn tók undir og sagði: „Ekki er það nú alltaf heldur snjóþyngslin.“ Við jaðra landsins, sem élið hafði farið yfir, var örlítið mistur vegna sólskinsins snemma morguns. Hann reyndi að rifja upp hvort hann hefði séð eitthvað svipað á öðrum stöðum en mundi það ekki. í þróuðum löndum hefur jörðin notagildi; hún er löngu hætt að líkjast manninum eða öllu heldur sálarlífi hans. Hann var að hugsa um hvernig ræktunin sviptir landið sálinni og þá hvarflaði að honum að festa þetta á mynd, en hann hætti við það vegna gruns um að það sem hann sæi kynni að vera eigin skynjun, hugarburður tengdur minningu en ekki fegurð sem hann næði á filmu nema honum gæfist tóm til að laga þá eiginleika sem élið skildi eftir að létta fölinu í lundarfari hans sjálfs. Og jafnvel þótt honum heppnaðist það mundu kannski aðrir ekki sjá neitt sérstakt við myndina. Nú varð honum ljóst að það væri ekki hægt að taka myndir af hausttískunni í landslagi sem leyfir engum að nálgast sig með eðlileg- um hætti heldur hrindir öðrum en áhorfendum frá sér með eigin tign; landslagið gat staðið eitt. „Maður á ekki heima í svona landslagi, fötin ekki heldur, vegna þess að það er nektin sjálf án ljúfu ástleitninnar sem er að finna í nöktu holdi og á að skína gegnum klæðin og ljósmyndinni ber að laða fram,“ hugsaði hann. Um leið sá hann eitthvað sameiginlegt með landslaginu og bílstjór- anum og síðan minningu um föður sinn. Hann hafði verið leigubíl- stjóri og gengið í samskonar stormblússu. Þetta var ekki beinlínis litlaus flík heldur í ljósgráum lit sem móðir hans kenndi við sumarlit og sagði hæfa manni undir stýri. Meira að segja hárið var svipað, það óx í liðum upp af breiðu enni og var farið að þynnast. Allt í einu ræskti hann sig hikandi og bað bílstjórann að leyfa sér að taka mynd af honum á melnum fyrir utan veginn með hraunhól í TMM 1996:2 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.