Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 83
lokum árangursrík, leit að grundvallarlögmálum heilsteyptrar skynsemi. Aðeins í ljósi þessa getum við skilið þá skottulækna sem skrifuðu upp á áfallameðferð fyrir Austur-Evrópu (í nafni sanngirninnar er nauðsynlegt að geta þess að hugmyndir þekktasta talsmanns kenningarinnar um endalok sögunnar, Francis Fukuyama, voru flóknari en þetta). Bandaríski félagsfræð- ingurinn Robert Bellah skrifaði eitt sinn að landar sínir hefðu farið með Max Weber eins og þeir fóru með Sigmund Freud, nefnilega gert hann að bjart- sýnismanni. Hugmyndirnar sem ég hef verið að lýsa og nutu vinsælda í kjölfar atburðanna 1989, en eru nú á undanhaldi eftir því sem best verður séð (og þó fýrr hefði verið), voru ef til vill svanasöngur slíkrar viðleitni. Ef við viljum kanna möguleikana á að sætta þessi tvenns konar viðhorf sem ég hef lýst (jafnvel að tengja þau), gæti verið gagnlegt að snúa sér aftur til Webers um hríð. Hugmyndin að tímabili útjöfnunar, eins og sú sem hér er notuð, er augljóslega tengd hinni vel þekktu greiningu hans á rökvæðingu heimsins. Ríkjandi skýring á þessu viðfangsefni hefur ekki tekið nokkur mikilvæg atriði með í reikninginn. Það eru sérstaklega tvær hliðar í rök- semdafærslu Webers sem flestir þekktustu túlkendur verka hans hafa hafnað. Fyrir það fyrsta varpar umfjöllun Webers um vísindi og hlutverk þeirra í myndun heimsmyndar nútímans ljósi á forsöguna sem seinni tíma kenni- menn í rökvæðingu og nútímavæðingu hafa haft tilhneigingu til að líta fram hjá. Weber byrjar á að lýsa vísindum sem mikilvægasta þættinum í þróun rökvæðingarinnar. Þetta stangast ekki á við fýrri staðhæfingar hans um kapítalismann sem örlagaríkasta kraft samtímans — hið sérstaka mikilvægi vísinda felst í einstakri getu þeirra til opinberunar. Og það sem þau opinbera, ef við teljum þau menningarafl og stofnun sem kvíslast um samfélagið frekar en að líta einfaldlega á þau sem tæki til að afla sem mestrar þekkingar — er ekki svo mjög hinn ómótstæðilegi ávinningur af skynsemi heldur blöndun skynseminnar og annarra þátta. Weber byrjar á því að glíma við hið síðast- nefnda með því að varpa fram spurningunni um vitsmunastig nútíma- mannsins: er það virklega svo að hann eða hún viti meira um gang lífsins en frummennirnir? í ljósi stöðunnar við lok tuttugustu aldarinnar vekur það nokkra athygli að Weber notar dæmi af farartækjum og fjármagnshagfræði. Reyndar vísar hann til sporvagns, en ekki eldflaugar, og til peninga sem slíkra, frekar en upplýsingatækni sem nú virðist hafa breytt eðli þeirra. Það sem átt er við er eigi að síður það sama í meginatriðum. Líf nútímamannsins byggist á algildri og óvéfengdri beitingu vanskilinnar þekkingar, íklæddri marg- brotnum og ógagnsæjum tæknibúnaði. Það sem stuðlar að félagslegum og menningarlegum yfirráðum hennar er síður útbreiðsla þekkingar en djúp- stæð menningarleg afstaða sem Weber lýsir sem trúaratriði: „trúin á að við getum höndlað allt með útreikningum“. Vafalaust er takmörkuð lýsing TMM 1996:2 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.