Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 77
Jóhann Páll Árnason
Iltlkun á tuttugustu öldinni hinni styttri
Hafa andstæður skerpst eða jafnast út?
Sagnfræðingar hafa upp á síðkastið hafið umræðu um fyrirbæri sem þeir
kalla „tuttugustu öldina hina styttri“ og miðast upphaf hennar við fyrri
heimsstyrjöldina árið 1914 og lokin við hrun Sovétríkjanna árið 1991.
Annað dæmi um slíkar tímatúlkanir er „nítjánda öldin hin lengri“ frá 1789
til 1914. Hvað sem öðru líður mun reynast erfitt að neita því að tímabilið
sem um ræðir sé sögulega skýrt afmarkað. Fyrri heimsstyrjöldin, með öllu
því sem henni fylgdi, hafði afgerandi áhrif á framvindu atburða áratugum
eftir að henni lauk. Alræðisöflin og alræðisríkin sem áttu eftir að móta sögu
stórs hluta heimsins voru skilgetin afkvæmi styrjaldarinnar. Við getum
ímyndað okkur byltingarkenndar breytingar í Rússlandi án tengsla við stríð
í Evrópu en þá hefði atburðarásin orðið allt önnur og afleiðingarnar aðrar.
Hvorki sigur bolsévíka árið 1917 né þær kringumstæður sem leiddu til þess
að þeir sneru sér að endurreisn rússneska heimsveldisins verða skilin nema
í samhengi við heimsstyrjöldina. Ef við lítum á hina meginútfærslu alræð-
isstefnunnar eru tengslin jafnvel enn augljósari: 1933 var, eins og Karl Löwith
orðar það, framhald atburðanna 1914 með öðrum aðferðum. Aðrir megin-
straumar aldarinnar eru að vísu ekki eins beintengdir því upphafi ógæfunnar
sem heimsstyrjöldin var, þó hægt sé að sýna fram á ákveðin tengsl. Telja má
víst að þróunin sem leiddi til þess að Bandaríkin urðu heimsveldi hafi verið
óhjákvæmileg, hvort sem stríð braust út í Evrópu eða ekki. Sú stefna sem
þróunin tók og áhrif hennar á heimsmálin verða samt ekki skilin frá þátttöku
Bandaríkjamanna í heimsstyrjöldinni, hugmyndafræðilegri réttlætingu
hennar, þ.e.a.s. stefnu Wilsons, andstöðunni við hana ásamt afturhvarfinu
til fýrri stefnu sem kom til vegna þrýstings sem rekja mátti beint til styrjald-
arinnar og afleiðinga hennar. Hvað varðar atburði í öðrum heimshlutum, er
það alkunna að andstaða gegn vestrænum yfirráðum á mikilvægum svæðum
utan Vesturlanda helgaðist fyrst og fremst af skyndilegum sjálfseyðingartil-
burðum vestrænnar siðmenningar í fyrri heimsstyrjöldinni og þeim umbylt-
ingum sem fylgdu í kjölfar hennar.
Framangreind atriði tengjast stjórnmálasögunni. En það væri engu að
síður hægt að sýna fram á að tímamót í hugsun og menningu tuttugustu
TMM 1996:2
75