Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 122
dæmis í ljóðinu „Lómurinn", þar sem
fuglinn sá er staddur í bréfskutlu. Hann
gægist út, og sjá: allt er með öðrum svip,
„grasið er álútt“, veturinn vokir yfir „og
ég sá grátt / bláum í augunum þínum.“
Ef til vill er kímnin að láta undan síga
þegar horft er í þessi augu og í lokalín-
unum er léttleikinn undarlega blandinn
söknuði:
Ég læt skutluna svífa burt
Lómurinn úar í fjarska
Þessi bréfaskutla er í rauninni ljóðið
sjálíf og öðrum þræði ástarflaug eins og
fleiri ljóð bókarinnar. Mörg og kannski
flest verka Thors eru í senn existensíalísk
og rómantísk að því leyti að ástin er í
hvirfilpunkti tilverunnar jafnframt því
sem stöðugt er innt effir getu og hæfi-
leikum einstaklingsins til að lifa fullu
tilfinningalífi, opna geð sitt og skynfæri
fyrir heiminum og samferðafólki. Loka-
ljóðið „Sértu“ er glæsileg lofgjörð um
ástina, og hún stendur þannig uppi er
bókina þrýtur sem verðugur andstæð-
ingur dauðans. Hefur sá leikur þó off
staðið tæpt, eins og í ljóðinu „Ró-
meó ...“ þar sem Júlía stendur „bleik“ á
svölum og hvíslar til ástmannsins sem
þorir ekki að bæra á sér af ótta við að
styggja burt sinn svarta skugga, „og
hverfa inn í víti / með engan skugga."
II
í verkum Thors hefur áður verið vísað
til þessara frægustu elskenda heimsbók-
menntanna og í Tvílýsi fær „Júlía"
verksins heimsókn inn um glugga sem
minna kann á háttalag Rómeós, nema
hvað þessi gestur elskar „bara sjálfan sig“
er hann sængar með konunni (s. 11) og
skilur hana svo effir í logandi einsemd. 1
Tvílýsi er raunar annað þekkt ástarpar í
fyrirrúmi: Dafnis og Klói. Sex númerað-
ir og skáletraðir þættir í bókinni bera
titilinn „Dafnis og Klói — Hjarðljóð“.
Lesendur sem kannast við Söguna af
Dafnis og Klói (sem út kom í íslenskri
þýðingu Friðriks Þórðarsonar árið
1966) munu að vísu ekki finna hér bein-
línis persónur þessarar grísku ástar- og
hirðingjasögu, sem samin var fýrir um
1800 árum. Fremur er að hún myndi
hljómbotn, sumpart írónískan, fyrir
náttúrusýnina í verki Thors, þar sem
ríkir tvílýsi í stað hinnar grísku heið-
ríkju. Á það í senn við um ástir og alla
skynjun á lífríki mannsins. Þess ber þó
líklega að geta að það jafnvægi sem ein-
kennir líf Dafnis og Klói í faðmi sveitar
og endurómar jafnt í fegurð hennar sem
hljóðfæraleik hans — verkið er ein
helsta fyrirmynd þess sem við köllum
sveitasælu — byggir á borgaralegri
draumsýn þeirra tíma sem og nokkurri
útvötnun á launhelgum Díonýsosar,
guðs erótíkur og unaðssemda. Borgara-
leg draumsýn okkar tíma byggir enn að
ýmsu leyti á þessum grunni þótt á hann
hafi verið hlaðið ýmsum efhislegum
gildum nútímans, sem mörg hver hafa
lokað augum mannsins fýrir því að
hann þarf að lifa í samneyti við náttúr-
una. Þegar Thor leitar í díonýsískar
launhelgar — og það gerir hann iðulega
í verkum sínum — þarf hann því að
ryðja frá þykkum menningarsetlögum.
Samtímis þarf hann að takast á við
ragnarök, hnignunarskeið eða tvílýsi
guðanna, svo vísað sé enn í Wagner. Þau
ljósaskipti hljóta að einkenna sérhverja
upphafningu þess mannsanda sem ekki
getur reitt sig á annað en veraldlega til-
veru — þar sem Pan, Eros, Díonýsos
verða að búa í manninum sjálfum.
Getur sú tilvera orðið náttúru-laus í
borgunum? Má til vitnis um það benda
á að menning samtímans speglar í æ
ríkara mæli líf sem lifað virðist að öllu
leyti innan borgarmarka? Raunin er sú
120
TMM 1996:2