Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 105
málflutningur hans á þann veg að sé staðreyndum í skáldskap ekki treystandi, þá verði brögð á borð við háð og fantasíu miklu vandmeðfarnari. Ef þú veist ekki hvað er satt eða á að teljast satt, þá minnkar gildi hins ósanna eða þess sem á að teljast ósatt. Mér sýnist þetta traust röksemdafærsla, en mér þætti þó gaman að vita hve mörg tilfelli bókmenntalegra mistaka hún á við um í raun og veru. Svo gleraugu Piggys séu tekin sem dæmi, þá myndi ég ætla að (a) mjög fáir aðrir en sjóntækjafræðingar, gleraugnasalar og enskuprófessorar með gleraugu tækju eftir þessu, og (b) að þegar þeir tækju effir þessu myndu þeir bara sprengja villuna — eins og þeir væru að kveikja í lítilli sprengju undir eftirliti. Og það sem meira er, þessi sprenging (sem á sér stað á fjarlægri strönd án annarra vitna en hunds) kveikir ekki að neinu leyti í öðrum hlutum skáldsögunnar. Mistök eins og þau sem Golding hefur hér gert eru „ytri mistök“ — misræmi milli þess sem bókin segir að sé staðreynd og hins sem við vitum að er í raun og veru; oft sýna slíkar villur aðeins skort á sérstakri tæknilegri þekkingu af hálfu höfundarins. Slíkt má afsaka. En hvað þá um „innri mistök“ þar sem höfundurinn heldur fram tveimur fullyrðingum sem stang- ast á í einu og sama verki? Augu Emmu eru brún, augu Emmu eru blá. Því miður, þetta verður bara að skrifast á hæfileikaskort, kæruleysisleg vinnu- brögð. Um daginn las ég frumraun skáldsagnahöfundar sem mikið var lofuð, þar sem sögumaðurinn — sem er bæði óreyndur kynferðislega og unnandi ff anskra bókmennta—hlýðir sjálfum sér á spaugilegan hátt yfir hvernig best sé að kyssa stúlku án þess að vera stjakað burtu: „Með hægum og næmum, ómótstæðilegum styrk draga hana smám saman til þín meðan þú starir inn í augu hennar eins og þú hefðir rétt í þessu verið að fá eintak af fyrstu, bönnuðu útgáfunni af Madame Bovary.“ Mér fannst þetta snyrtilega sagt, og reyndar frekar sniðugt. Eini gallinn er sá að það var aldrei til nein „fyrsta, bannaða útgáfan af Madame Bovary'. Eins og ég hélt að væri tiltölulega almennt vitað, þá kom sagan fyrst út í hlutum í Revue de Paris; svo kom málshöfðunin fýrir klám; og fyrst eftir sýknudóminn var verkið gefið út í bókarformi. Mig grunar að þessi ungi höfundur (ósanngjarnt væri að gefa upp nafn hans) hafi verið að hugsa um „fyrstu, bönnuðu útgáfuna“ á Les Fleurs du mal. Hann getur ábyggilega kippt þessu f lag fyrir aðra útgáfu sögunnar; ef einhver verður. Brún augu, blá augu. Skiptir það máli? Ekki hvort það skipti máli hvort höfundurinn sé í mótsögn við sjálfan sig, heldur skiptir máli hvaða litur var á augunum yfirleitt? Ég hef samúð með sagnaskáldum þegar þau þurfa að tilgreina augnlit kvenna: það er um svo fátt að velja, og alltaf þegar valinn er litur fylgja þar einhverjar bjánalegar aukamerkingar. Augu hennar eru blá: sakleysi og heiðarleiki. Augun er svört: ástríða og dýpt. Augu hennar eru TMM 1996:2 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.