Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 55
Þessi tvö verk eru andstæður að því leytinu til að íyrri etýðan byggir á
skærum og þjöppuðum yfirtónum, en seinni etýðan byggir á djúpum tónum
og strekktum. Til gamans má geta þess að ef gerð er „spectral“ greining á
verkinu, þá kemur G-lykillinn fram í þeirri fyrri og F-lykillinn í þeirri síðari.
Etýðurnar voru á sínum tíma spilaðar mjög víða í Evrópu á tónleikum og
tónlistarhátíðum og voru margir sem könnuðust orðið við þær í umræðu
um tónlist.
Pöntun á verki frá IRCAM
IRCAM stofnunin hefur haff fyrir reglu að panta 3 ný tónverk á ári hverju,
og meðan Þorsteinn starfaði við stofnunina barst honum pöntun á tónverki.
Til varð verkið Are We? sem hann samdi fyrir hljómsveitina þeirra, Ensemble
InterContemporian. Verk þetta var frumflutt í París árið 1981 og er samið
fyrir málmblásara, ásláttarhljóðfæri og tölvuhljóð.
Ef kafað er örlítið dýpra í hugmyndir þær sem verkið byggir á, þá eru þær
sóttar í rannsóknirnar við IRCAM. í Etýðunum eru hljóðin hönnuð frá
grunni af höfundinum. En af því að í þessu nýja verki er einnig notast við
blásara, þurffi að finna sameiginlegan farveg til að mynda tengingu milli
tölvuhljóðanna og hljóðfæranna til að forðast allt of miklar andstæður í
hljóðmyndinni. Á þeim tíma var nýlokið við að gera yflrtónagreiningar á
málmblásturshljóðfærum við IRCAM og víðar, ekki aðeins hvernig einstakur
tónn var skilgreindur heldur hvernig hver tónn jókst að styrkleika, hvernig hann
myndaðist og hvernig tónninn dó út. Kom þar í ljós við svo nákvæmar mælingar
að ekkert tvennt er fullkomlega eins sem mannshöndin kemur nálægt.
Hlutföllin voru ekki 1:2:3 o.s.frv, heldur gátu þau verið 1:2,1:3,3 o.s.frv.
Þarna kviknaði sú hugmynd að nota þessar greiningar og meðhöndla á
svipaðan hátt og í Etýðunum. Forritið sem Þorsteinn hafði gert gat þjappað
og stekkt yfirtóna, og jafnvel hluta úr yfirtónaröðinni þannig að hlutföllin
urðu kannski 1:2:3,3:3,7:4,8 o.s.frv., og svo jafnvel í harmónískum hlutföll-
um þaðan. Þarna finnst m.a. skýring á hvers vegna Þorsteini hefur tekist að
blanda hinum akústíska og elektróníska hljóðheimi svo vel saman; og
einmitt það er eitt þeirra atriða sem heillað hefur áheyrendur að verkum
hans. Lausnin var að nota sömu yfirtónaseríur í hljóðfærunum og í tölvu-
hljóðunum og var það hugmyndin að baki þess að notast við yfirtónagrein-
ingar á hljóðum trompetanna; notast við það mynstur við að gera ný hljóð,
sem samt urðu mjög ólík sjálfum trompethljóðunum. Til gamans má geta
að í verkinu má heyra örlítið, skarpt einnar sekúndu hljóð. Er það tilvitnun
í Etýðurnar sem, í til þess gerðu tæki, eru leiknar á svo miklum hraða, að það
tekur einungis eina sekúndu að spila þær.
TMM 1996:2
53