Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 40
og tískan, svo hann reyndi bara að endurheimta horfna tíð með
gömlum kunningjum. En ábyrgðarlausu sögurnar sem höfðu áður
einkennt mannafundi voru horfnar og nýja, stanslausa malið fór í
taugarnar á honum. Næstum það eina sem hann fékk út úr fundunum
voru spurningar eða lítt dulbúin hnýsni um hagi hans sjálfs. Karlmenn
langaði að vita hvort hann væri ríkur eða það frægur að hann væði í
brennivíni og sýningarstúlkum sem hann eyddi með lengri tíma í
rúminu en fyrir framan myndavélina. Konur spurðu hvað raunveru-
leg tískuföt kostuðu og hvort stúlkurnar væru jafn laglegar og á
myndunum.
„Eða er þetta bara málning?“
Þegar hann sagði frá meinlætalegu lífi tískufólksins, leyndum ótta
þess við aldur og elli, þránni eftir varanleika, tryggð og ást, barnalegri
trúgirni og nísku, eða til hvaða örþrifaráða það kunni að grípa til
dæmis eftir að meðfædda, gljúpa fegurðin er horfín úr húðinni en í
staðinn er kominn á andlitið málmkenndur svipur eftir olíurnar og
farðann, þá var hætt að hlusta og menn vildu ekki heyra annað en
staðfestingu á því sem þeir höfðu gert sér í hugarlund. I þessu þóttist
hann sjá sömu einkenni á öllum sviðum samfélagsins, vissa óþolin-
mæði og það hvernig fólk reyndi að gera allt annað hvort úrelt eða
sem skjótast að liðinni tíð með því að gera engan greinarmun á
nútímalegri hugsun og barnalegri nýjungagirni. Þannig virtist það
stefna að framtíð sem var óljós; og það lagði lítið á sig við að móta
hana. Svo hann varð þreyttur á jafnöldrum sínum og leitaði uppi
kunningjafólk foreldra sinna, en það var síst betra, ýmist dómhart eða
æst, og nærri lá að það sýndi honum flaður.
„Foreldrar þínir ættu að sjá þig núna þegar þú ert orðinn svona
þekktur og ríkur,“ var sagt líkt og hann hefði brotið gegn þeim,
kannski með því að fara.
Verst var að þegar hann varð fyrir þessu, þá niðurlægði hann sig
ósjálfrátt og lagðist í kistuna hjá þeim uns hann losnaði skelfingu
lostinn yfir hvað hægt er að vera í andstyggilegum tengslum við
foreldra, ættland og bernsku.
Hann hitti systkini sín aðeins einu sinni, tvo bræður og þrjár systur
sem komu saman spariklædd heima hjá eldri bróður hans. Að sjá hvað
þau voru uppábúin hleypti illu blóði í hann og það var líka auðfundið
38
TMM 1996:2