Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 40
og tískan, svo hann reyndi bara að endurheimta horfna tíð með gömlum kunningjum. En ábyrgðarlausu sögurnar sem höfðu áður einkennt mannafundi voru horfnar og nýja, stanslausa malið fór í taugarnar á honum. Næstum það eina sem hann fékk út úr fundunum voru spurningar eða lítt dulbúin hnýsni um hagi hans sjálfs. Karlmenn langaði að vita hvort hann væri ríkur eða það frægur að hann væði í brennivíni og sýningarstúlkum sem hann eyddi með lengri tíma í rúminu en fyrir framan myndavélina. Konur spurðu hvað raunveru- leg tískuföt kostuðu og hvort stúlkurnar væru jafn laglegar og á myndunum. „Eða er þetta bara málning?“ Þegar hann sagði frá meinlætalegu lífi tískufólksins, leyndum ótta þess við aldur og elli, þránni eftir varanleika, tryggð og ást, barnalegri trúgirni og nísku, eða til hvaða örþrifaráða það kunni að grípa til dæmis eftir að meðfædda, gljúpa fegurðin er horfín úr húðinni en í staðinn er kominn á andlitið málmkenndur svipur eftir olíurnar og farðann, þá var hætt að hlusta og menn vildu ekki heyra annað en staðfestingu á því sem þeir höfðu gert sér í hugarlund. I þessu þóttist hann sjá sömu einkenni á öllum sviðum samfélagsins, vissa óþolin- mæði og það hvernig fólk reyndi að gera allt annað hvort úrelt eða sem skjótast að liðinni tíð með því að gera engan greinarmun á nútímalegri hugsun og barnalegri nýjungagirni. Þannig virtist það stefna að framtíð sem var óljós; og það lagði lítið á sig við að móta hana. Svo hann varð þreyttur á jafnöldrum sínum og leitaði uppi kunningjafólk foreldra sinna, en það var síst betra, ýmist dómhart eða æst, og nærri lá að það sýndi honum flaður. „Foreldrar þínir ættu að sjá þig núna þegar þú ert orðinn svona þekktur og ríkur,“ var sagt líkt og hann hefði brotið gegn þeim, kannski með því að fara. Verst var að þegar hann varð fyrir þessu, þá niðurlægði hann sig ósjálfrátt og lagðist í kistuna hjá þeim uns hann losnaði skelfingu lostinn yfir hvað hægt er að vera í andstyggilegum tengslum við foreldra, ættland og bernsku. Hann hitti systkini sín aðeins einu sinni, tvo bræður og þrjár systur sem komu saman spariklædd heima hjá eldri bróður hans. Að sjá hvað þau voru uppábúin hleypti illu blóði í hann og það var líka auðfundið 38 TMM 1996:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.