Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 62
Ég hef reynt að benda á aðeins örfá atriði í tónlist Þorsteins Haukssonar
sem hafa skal í huga við hlustun á verk hans. Þorsteinn er fyrst og fremst
nútímahöfundur í nútímasamfélagi sem hefur góða þekkingu á öllum stíl-
tímabilum sögunnar — jafnvel fornum kontrapunkti. Hann hefur samið
mörg verk fyrir hefðbundin hljóðfæri, en einnig mörg verk án hefðbundinna
hljóðfæra — elektrónísk verk. Hann hefur einnig geysilegt vald á tölvum og
tækni nútímans og má nefna sem dæmi um það nýlegar tilraunir hans til að
draga inn nútímalega myndtækni í uppfærslu á verkum sínum.
I sögu elektrónískrar tónlistar á fslandi skipar Þorsteinn ákveðinn sess.
Hann er arftaki eldri kynslóðar sem fékkst við elektróníska tónsköpun, en
það voru Magnús Blöndal Jóhannsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir
Sveinsson, Leifur Þórarinsson og Gunnar Reynir Sveinsson, sem allir hafa
beitt elektrónískum aðferðum við tónsköpun sína að einhverju leyti, allt frá
því að klippa saman ýmis hljóð á segulböndum í verkum fýrir leikhús, í það
að forrita inn á tölvu og vinna með nýjustu tölvutækni. Þorsteinn er það
tónskáld íslenskt sem náð hefur lengst á alþjóðlegu sviði með sína el-
ektrónísku tónlist og hann er einnig sá sem mest hefur unnið að rannsókn-
um á eðli hljóðsins og unnið við stórar stofnanir eins og þær sem nefndar
eru að framan. Þorsteinn er einnig í dag forstöðumaður Tal og Tónvers sem
er stofnun sem til varð í samvinnu Tónlistarskólans í Reykjavík og Háskóla
íslands, en eins og ýmsir þættir sem lúta að tónlist í landinu er í fjársvelti og
fær ekki leyfi til að þróast á eðlilegan hátt, þó svo ekki þurfi meira fjármagn
til en eins og andvirði sæmilegs ráðherrabíls, án söluskatts. Ættu menn að
hugsa um hversu mikill fengur væri að því að menn eins og Þorsteinn, og þá
um leið örfáir aðrir sem öðlast hafa mikla menntun á sviði elektrónískr-
ar/tölvutónlistar, fengju aðstöðu til rannsókna og sköpunar, og á sama tíma
að miðla yngri kynslóð af feikna mikilli þekkingu sinni við kjöraðstæður á
Islandi. Látum ekki eitt bílverð — jafnvel án söluskatts — koma í veg fyrir
það.
I þessu stutta yfirliti um tónsmíðaferil Þorsteins var ætlunin að gefa smá
mynd af honum sem tónskáld sem m.a. notar elektróníska tækni við samn-
ingu sumra verka sinna. Þorsteinn hefur unnið til margháttaðra viðurkenn-
inga fyrir verk sín og hafa þau oft verið fulltrúar Islands á erlendum
tónlistarhátíðum. Hann hefur haldið fyrirlestra um tónlist sína og rannsókn-
ir. Meðal staða þar sem hann hefur haldið sína fyrirlestra má nefna IRCAM,
Stanford háskóla, Kunitachi College of Music í Japan, Institut for Elektronisk
Musik i Sverige (EMS), Center of Contemporary Music Research í Aþenu,
Verkfræðideild Háskóla íslands, Tónlistarskólanum í Reykjavík og fleiri.
Vonandi er framlag Þorsteins hingað til aðeins nokkrir „dropar“ af því sem
við eigum eftir að fá að njóta frá hans hendi í framtíðinni.
60
TMM 1996:2