Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 79
verk. Ólíklegt er að sambærilegt rit verði samið í nánustu framtíð. En það
gerir veikleika þess því alvarlegri.1
Hobsbawm skiptir tuttugustu öldinni hinni styttri í þrjú tímabil: tíma
hamfara (1914—1945), gullöldina (frá seinni hluta fimmta áratugarins til
fyrri hluta þess áttunda eða til 1973) og tíma skriðufallsins, frá upphafi
efnahagsörðugleikanna á fyrri hluta áttunda áratugarins til hruns Sovétríkj-
anna árið 1991. Hinar augljósu vestrænu forsendur þessarar skiptingar í
tímabil eru líklega það fyrsta sem fær lesandann til að staldra við: þrátt fyrir
að Hobsbawm fullyrði að allur heimurinn sé til umfjöllunar og þrátt fyrir
verulegan skilning hans á þróun mála í öðrum heimshlutum fer ekki á milli
mála að hann leggur megináherslu á skin og skúrir í hinu fornfræga hjarta
vestursins, Evrópu. Hamfaratíminn markast af hruni ríkjaskipunar álfunnar
árið 1914 og heimsstyrjöldunum tveimur sem rekja má til þess. Gullöldin er
öðru fremur blómaskeið hins blandaða hagkerfis og velferðarríkisins sem
leiddu til ótrúlegrar endurreisnar Vestur-Evrópu, og — upp að vissu marki
— tímabils félagslegra og efnahagslegra framfara, sem virtist geta umbreytt
stjórnvöldum í austurhluta álfunnar 1 verðugan keppinaut Vestursins; að
síðustu vísar myndlíkingin um skriðuna til nýtilkominnar kreppu á Vestur-
löndum, efnahagslegrar, félagslegrar og menningarlegrar. Það kom í ljós að
ríkjandi hugmyndafræði og stofnanir voru nánast ófærar um að takast á við
vandann en einnig að—líklega það sem Hobsbawm þótti skipta mestu máli
— hefðbundnar lausnir vinstrimanna á Vesturlöndum reyndust úreltar. Frá
þessu sjónarhorni virðist kommúnisminn nálgast endalok sín á fleygiferð
samhliða hægfara hrörnun í vestri, frekar en að um tímamót sé að ræða eins
og sjálfsöruggir frjálshyggjumenn telja. í þeim skilningi lýkur tuttugustu
öldinni hinni styttri með ábendingu um að frekar sé að vænta alvarlegra
vandamála en þess að annar hvor þeirra tveggja krafta sem bitist hafa um
vald yfir örlögum hennar hafi betur.
Heimssaga sem stæði betur undir nafni þyrfti að tengja þessa vestur-evr-
ópsku sýn við gjörólík viðhorf frá öðrum sjónarhornum eins og Bandaríkj-
um Norður-Ameríku (þar sem ekki er hægt að tala um skörp skil á milli
tímabils hamfara og gullaldarinnar sem á eftir kom) og Sovétríkjunum
(Hobsbawm hefur ýmislegt markvert að segja um Sovétríkin en eyðir ekki
miklu máli í sovésku samfélagsgerðina sem alheimsfýrirbæri). í þessu sam-
hengi þjóna áðurnefndar hugleiðingar aðeins sem baksvið þeirra röksemda
sem ég hef hugsað mér að útfæra nánar. Þær snerta hugmyndina um „öld
öfga“ og það sem í henni felst. Hugtakið gefur til kynna að rökrétt eða virk
skautamyndun hafi stýrt sögu tuttugustu aldar hinnar styttri. Þrátt fýrir það
virðist Hobsbawm tregur til að koma hreint fram með fræðilegar forsendur
sínar en til að koma mynd á þær neyðumst við til að tína saman ýmsar
TMM 1996:2
77