Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 12
hetjan mín, Harpa Eir, er ættuð austan af fjörðum í móðurætt. Þetta er
hennar draumaland; þetta er sá staður í heiminum þar sem sálin í henni er
eins og hún segir sjálf. Fjörðurinn hennar Hörpu er ekki nefndur á nafn, en
það er fjörðurinn þar sem fransmennirnir voru og allar skúturnar, og
sögurnar um þennan gamla ævintýratíma lifa í hennar kolli sem umtalsefni
sem hún heyrir í æsku. Margt sem kemur fram í bókinni er nokkuð sem hún
heyrði talað um þegar hún var lítil. Ég held að það sem við heyrum þegar
við erum lítil skipti svo miklu máli, það er veganesti sem fylgir okkur alla tíð.
Bakgrunnur verksins er Austfirðir, hvers vegna Austfirðir?
Það er út af þessum framandleika, og ég á kannski einhverntíma eftir að
skrifa meira um það. Mér finnst einkennilegt að hugsa mér nokkuð afskekkt
íslenskt þorp og sveitabæi þar sem mörg hundruð útlendingar ganga ljósum
logum, sumarlangt, áratugum og öldum saman. Auðvitað mynduðust ein-
hverskonar tengsl þarna á milli. Þó að það sé sagt að blóðið hafi aðallega
blandast hjá hundunum þá hlýtur eitthvað að hafa blandast fleira. Austfirðir
eru fýrir mér framandi land í íslandi, og meiraðsegja eru margir Austfirð-
ingar útlendingslegir. Það er öðruvísi veðurfar fýrir austan en annars staðar
á Islandi og heitari dagar og þetta er líka elsti hlutinn af landinu jarðfræðilega
og landnámsmennirnir komu þarna að. Mér hefur alltaf þótt Austurland
ótrúlega heillandi svæði, með alla þessa steina og steintegundir og fuglalíf
og fjörur og öll þessi heillandi hallandi fjöll.
Hvernig er að skrifa bók um stað sem þú þekkir svona lítið?
Vinkona mín gaf mér stað, hún er ættuð að austan og hún gaf mér bæinn
sinn og sagði mér allt um þetta, m.a. hvernig það var að sigla austur þegar
hún var að fara í sveitina. Ég skoðaði vídeómynd af dalnum hennar áður en
ég komst þangað. Frændi hennar hafði vídeómælt þetta allt og svo spjallaði
ég líka við pabba hennar og mömmu og við frænda hennar sem býr enn
þarna á bænum. Þetta var náttúrulega yndislega skemmtileg vinna. Fítið af
þessu er þó notað beint. Svo komst ég sjálf ekki austur fyrr en ég var komin
nokkuð langt inn í bókina, og þá passaði ég að fara á sama árstíma og bókin
gerist á, næstum upp á dag, bókin gerist 31. ágúst og 1. september. Ég hafði
verið í París allt þetta sumar og ég elska París og allt það en ég var með
heimþrá, og þegar ég loksins fór í þessa ferð eftir alla útiveruna, þá hitti ég á
bestu daga sumarsins. Það hafði verið slæmt sumar fyrir austan en ég hitti á
töfradaga. Ég heimsótti bæ vinkonu minnar og gekk aðeins í kring. Ég var
bara tvo daga í ferðinni en fékk rosalega mikið efni fyrir augað og stemning-
10
TMM 1996:2