Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 38
hentaði í ákveðinni auglýsingu með hliðsjón af fatnaðinum og hvernig væri hægt að fitja upp á einhverju nýju, djörfu en jafnframt sígildu og formrænu. Mestur tími fór í það að ræða endalaust um hvar og hvernig væri best að láta fyrirsæturnar standa, bæði á fáránlegan og eðlilegan hátt. Tillögur hans þóttu oft snjallar, því hann reyndist vera kaldur ljósmyndari. Sagt var um myndatökur hans að þær einkennd- ust af hirðulausri formfestu, en að öðru leyti burðaðist hann ekki með sitt heimalandsmót, virtist aðeins vera ættaður úr starfsgrein sinni og hafði ekki fallið í uppþornaðan farveg. Hann var þeirrar skoðunar að ljósmyndafyrirsætur hafi staðið fyrir löngu í fleiri en öllum hugsan- legum stellingum og í þessari listgrein sem öðrum væri best að kapp- kosta að láta það sem á að heilla aðra ná sem lengst út fyrir það sem liggur í augum uppi. Þau atriði í fegurðinni sem heilla mann mest ná jafnan út fyrir hana, en það sem er aðeins til í henni sjálfri eða innan afmarka hennar vekur samþykki, sagði hann. Vandinn í listum er jafnan sá að ná tökum á hvoru tveggja í sama verki. Kenningar hans voru sáraeinfaldar og tískusýningarstúlkurnar sögðu stundum í gamni að hann elskaði ekkert annað en starfið og kannski ekki einu sinni það. Þetta var rétt, á vissan hátt, hann fyrirleit list sína og flest sem hún byggðist á: tískuheiminn, tískukóngana, kjólana, en þó helst aðdáun sína á fyrirsætunum. „Ég vildi að til væru kvenjárnsmiðir,“ sagði hann. „Farðu þá aftur til íslands,“ svöruðu þær og hann þagnaði. Uppruni hans var það sem enginn mátti snerta. Svo hann eyddi strax talinu um myndatökur á Islandi með ljúfu brosi, þótt hann héldi að viðbrögðin yrðu túlkuð þannig að hann blygðaðist sín fyrir ættjörð sína. Kannski var það rétt. Það eina sem hann varðveitti í tengslum við hana var slitin 78 snúninga plata sem hann lék aldrei heldur geymdi hjá úreltum grammófón, ef hann skyldi langa að leika hana og heyra söng sem hljómaði smekklaus en kær í barnsminni manns sem hélt því fram að menningin væri fátt annað en góður smekkur. Einhvern veginn höfðu lent í höndunum á ritstjórunum hjá La Moda myndir af landslagi sem sameinaði fínleika og hörku. Þeir ákváðu að þær væru frá íslandi og báðu hann að finna svipaðan stað, þar sem saman færi hrjóstur, strjáll gróður með andblæ sem líktist áferð vatns og eðlilegum dapurleika. 36 TMM 1996:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.