Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 82
legrar söfnunar þekkingar á kostnað sjálfstæðis og sköpunarmáttar einstak- lingsins. Hin þekktu lokaorð Siðferðis mótmœlenda, sem sett voru á blað áratug áður en „stuttöld“ Hobsbawms hófst, benda þegar til þessarar niður- stöðu og í þeim lykiltextum sem skrifaðir voru við lok fyrri heimsstyrjald- arinnar og í kjölfar hennar er kveðið enn fastar að orði. Þó að greining Webers á okkar tímum sé oft talin ótrúlega framsýn myndi enginn halda því fram að hann hafi séð fyrir sérkenni þeirra alræðisstjórna sem komust til valda í kreppu eftirstríðsáranna. Ef gera á tilraun til að skýra þetta fyrirbæri innan hinnar weberísku umgjarðar, almennt séð, er nauðsynlegt að leita í smiðju seinni tíma höfunda og þá sérstaklega í eitt ritverk frá miðri öldinni sem litlar sögur fóru af fýrr en tveimur áratugum eftir að það kom fýrst á prent. Þarna á ég við Dialektik der Aufklarung (Öfugþróun Upplýsingarinn- ar) eftir Theodor Adorno og Max Horkheimer4. Þetta verk — sem er sígilt dæmi um weberískt sjónhorn sem skarpskyggnir en sannfærðir marxistar hafa sniðið að eigin þörfum — má lesa sem túlkun á tuttugustu öldinni hinni styttri. Öld hamfara verður — eftir á að hyggja — undanfari íburðarminni en um leið afdrifaríkari hörmunga, alræðisstjórnir eru flokkaðar sem tíma- bundin ódæðisverk borin uppi og studd af alræði Upplýsingarinnar, og gullöldinni eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar er fyrirfram hafnað sem blekkjandi gálgafresti. Svo komið sé að skriðufalli Hobsbawms, þá hefðu Adorno og Horkheimer augljóslega ekki átt í neinum vandræðum með að fá enn magnaðri útfærslu af því til að falla að rás atburða í framtíðarspá sinni. Weberísk greining á samtímanum, bæði sú viðtekna — eða sú sem menn telja viðtekna — og Frankfurtarafbrigðið, hefur haft gríðarsterk áhrif á nútíma hugsun og orðið hvati frekari útfærslu á henni. Við gætum lýst meginhugmyndinni sem býr að baki greiningunni sem eyðingu alls fjöl- breytileika og mismunar í nafni kerfisbundinnar einsleitni. En þetta er tvíbent aðferð: getan til að varpa ljósi á stefnu og gangverk útjöfnunar hjálpar til við að skýra hvers vegna þetta viðhorf náði slíku brautargengi en á hinn bóginn hafa gagnrýnendur oft veitt athygli tilhneigingu til ofaðlögunar að rannsóknarviðfanginu og því að hugtök séu jöfnuð út. I þessu samhengi hefur túlkun Frankfurtarskólans á nýliðinni fortíð ekki bætt miklu við skilning okkar á fyrirbærinu alræði sem slíku, hvað þá því sem greinir að afbrigði þess. Til að ljúka við að fýlla upp í myndina er rétt að vekja athygli á því að styðja má rökin fýrir útjöfnun á viðfelldnari hátt. Sem dæmi má nefna að þeir sem hafa haldið því ffam að frá 1989 sé enga sögulega kosti að sjá svo langt sem augað eygir og að fundin hafi verið aðferð til skynsamlegra og endanlegra sátta lýðræðis og kapítalisma (auðhyggju) yst sem innst — þeir gera því skóna að saga tuttugustu aldarinnar hafi verið ruglingsleg, en þó að 80 TMM 1996:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.